Sif Sigmarsdóttir

Sif Sigmarsdóttir

Greinar eftir Sif Sigmarsdóttur úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Litlir límmiðar á lárperum

Ég tel mig vera umhverfisverndarsinna. Oft er það þó meira í orði en á borði. Litla kjörbúðin í götunni minni þar sem ég bý í London hugðist nýverið minnka plastnotkun. Var tekið að rukka fimm pens fyrir plastpoka við kassann. Mér fannst þetta frábært framtak. Ég keypti mér skvísulegan taupoka skreyttan glimmeri til að taka með mér út í búð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aldrei aftur viðlíka vanvirðing

Engum dylst að niðurstaða alþingiskosninganna um síðustu helgi var ósigur fyrir konur. Konum á Alþingi fækkaði úr þrjátíu í tuttugu og fjórar. Hverfandi stólafjöldi í þingsal var þó langt frá því að vera stærsti ósigur kvenna í kosningunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosningabaráttan í tólf myllumerkjum

Vika er til kosninga. Áttu erfitt með að ákveða þig? Hér koma markverðustu leiftur kosningabaráttunnar í tólf myllumerkjum: #lífiðernúna - Hvers vegna er verið að kjósa? Það man enginn lengur – eða allavega ekki samkvæmt honum þarna fyrrverandi formanni Viðreisnar, hvað hann nú heitir aftur …

Fastir pennar
Fréttamynd

Til varnar pabba Bjarna Ben

Hvað eiga dæmdi barnaníðingurinn Hjalti Sigurjón Hauksson og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt? Eflaust hringja nú símar lögmanna um allan bæ – þeirra sem sérhæfa sig sérstaklega í mannorðum og bjóða upp á bón og löður fyrir ærur – en ég ætla að taka sénsinn og halda áfram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Upp úr martröð eins manns

Háværar kröfur um að rífa niður styttur heyrast nú víða um heim. Er það í kjölfar átakanna í Charlottesville sem brutust út þegar hópur þjóðernissinna og nýnasista kom saman til að mótmæla áformum um að fjarlægja umdeilda styttu af herforingja sem leiddi Suðurríkin í þrælastríðinu á nítjándu öld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðskiptavinir grafnir lifandi í H&M

Peningar eru einn lygilegasti skáldskapur sem maðurinn hefur samið. Samkvæmt ísraelska sagnfræðingnum og metsöluhöfundinum Yuval Noah Harari eru peningar aðeins hugarburður, saga sem við sameinumst um að trúa á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Berjumst fyrir jafnrétti með skæruhernaði

Þegar breska ríkisútvarpið, BBC, var skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar var öllum ljóst að uppþot var í vændum. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum ofurlaun að óþörfu. Nú skyldi það staðfest svart á hvítu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dýrkeypt pjatt

Í vikunni sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af kröfu stúlku um miskabætur vegna atviks sem átti sér stað á sólbaðsstofu við Grensásveg. Um hádegisbil þann 11. apríl árið 2015 barst lögreglu tilkynning um að tvær stúlkur svæfu vímusvefni í ljósabekkjum stofunnar. Óskaði starfsfólk eftir að þær yrðu fjarlægðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

ISIS 1 – Ísland 0

Það var laugardagskvöld, klukkan var ellefu og ég var á leið í háttinn. Úrill stóð ég inni á baði og burstaði í mér tennurnar. Áhyggjur af ókláruðum verkum sáðu sér eins og illgresi um hugann. Mjólkin var búin. Myndi kók út á Cheerios barnanna í fyrramálið hringja sjálfkrafa viðvörunarbjöllum hjá barnaverndaryfirvöldum?

Fastir pennar
Fréttamynd

Óttarr Proppé, ertu ekki að hlusta?

Á Facebook eru öll afkvæmi æðrulaus, öll ferðalög #hamingja og allir vinir bestir. Ég gæfi annan handlegginn fyrir að lesa eftirfarandi á Facebook: Þetta er Máni. Hann er tveggja ára í dag. Hann er skapstór vælukjói. Hann hóf daginn á bræðiskasti því gjafapappírinn utan um afmælisgjöfina hans var grænn en ekki blár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að lemja vel gefna konu

Fyrir nokkrum vikum var þrjátíu og fjögurra ára krikketleikari, Mustafa Bashir, fundinn sekur um líkamsárás fyrir dómi í Manchester. Bashir játaði að hafa ítrekað beitt eiginkonu sína ofbeldi. Hann lamdi hana með krikketkylfu uns hún missti meðvitund, neyddi hana til að drekka baneitrað bleikiefni, lét hana innbyrða töflur og sagði henni að fyrirfara sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einn banvænasti sjúkdómur samtímans

Minn kæri. Ég er ekki í nokkrum vafa, ég er að missa vitið aftur. Við munum ekki komast í gegnum annað slíkt martraðartímabil. Og ég mun ekki ná mér í þetta sinn. Ég heyri raddir og ég get ekki einbeitt mér. Ég geri því það sem mér sýnist vera það besta í stöðunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pyngja konunnar er pyngja manns hennar

Í ár eru 140 ár síðan Millicent nokkur Fawcett lenti í því merkilega atviki að veskinu hennar var ekki stolið. Jú, þjófur hrifsaði veskið af henni þar sem hún spókaði sig um á Waterloo lestarstöðinni í London. Jú, maður var ákærður fyrir þjófnað. Öfugmælin felast hins vegar í því að veski Millicent Fawcett var ekki veski Millicent Fawcett.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blind trú

Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir "endalokum sögunnar“. Fukuyama trúði því að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins væri lokið. Við fall Sovétríkjanna og lok kalda stríðsins var endapunktinum náð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Epalhomminn, fitubollan og okkar innra tröll

Við erum öll tröll. Að minnsta kosti ef marka má nýjustu rannsóknir. Í vikunni voru kynntar niðurstöður rannsókna tölvunarfræðinga við Stanford og Cornell háskólana á svo kölluðum internet tröllum. Flest ímyndum við okkur þennan ófögnuð internetsins – kakkalakka rökræðulistarinnar – sem hóp andfélagslegra siðblindingja sem hírast í myrkum kjallaraholum

Fastir pennar
Fréttamynd

Ástarjátning í alheiminum

Valentínusardagur árið 1990. Staður: Höfuðstöðvar NASA. Voyager 1, geimfar NASA, nálgast jaðar sólkerfis okkar. Það hefur lokið hlutverki sínu sem var að rannsaka Júpíter og Satúrnus. Nú á að slökkva á myndavélunum til að spara orku

Fastir pennar
Sjá meira