Kjaraviðræður 2023-24

Kjaraviðræður 2023-24

Fréttir af kjaraviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði veturinn 2023-24.

Fréttamynd

Verkfallsaðgerðir BSRB hafnar

Verkföll hjá BSRB fólki sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti og í dag.

Innlent
Fréttamynd

Flestir hjúkrunar­­fræðingar hafi hugsað um að hætta

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venju­­lega fólkið“

Þrátt fyrir ausandi rigningu var talsverður fjöldi fólks samankominn í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og launafólki landsins var mótmælt. Formaður VR segir þetta aðeins byrjunina á nauðvörn almennings, markmiðið sé að halda áfram og troðfylla Austurvöll.

Innlent
Fréttamynd

Samninga­fundi slitið og stefnir í verk­föll

Samninga­fundi BSRB og Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. For­maður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verk­föll hefjast því að ó­breyttu á mánu­dag.

Innlent
Fréttamynd

Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi

Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 

Innlent
Fréttamynd

Fé­lags­menn sam­þykktu verk­fall

Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. 

Innlent
Fréttamynd

Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af ó­bil­girni

Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Efling og OR undir­rita kjara­samning

Stéttarfélagið Efling hefur undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en samningurinn nær til um fjörutíu starfsmanna. Samningurinn verður kynntur í næstu viku. 

Innlent
Fréttamynd

Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ

Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust.

Innlent
Fréttamynd

Hafna alfarið kröfum um afturvirkni

Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. 

Innlent
Fréttamynd

Vísa fullyrðingum BSRB um mis­rétti á bug

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug.

Innlent
Fréttamynd

Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki

At­kvæða­greiðsla um verk­fall starfs­manna BSRB í skólum og frí­stunda­heimilum í ná­granna­sveitar­fé­lögum Reykja­víkur hófst núna á há­degi en kjara­deila stéttar­fé­lagsins við Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga hefur siglt í strand. For­maður BSRB segir SÍS ein­beitt í því að mis­muna fólki.

Innlent
Fréttamynd

Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi

Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­völd komin með rauða spjaldið frá hjúkrunar­fræðingum

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum. Skammtíma kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var samþykktur í dag með afar naumum mun. Aðeins tveimur atkvæðum munaði en 49,25 prósent voru hlynntir samningnum og 49,15 prósent á móti honum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið samdi við hjúkrunar­fræðinga

Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamninga í dag. Samningurinn er sagður tryggja launahækkanir og kjarabætur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu næsta árið.

Innlent