Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Eignaskiptayfirlýsingar

Húseigendafélaginu berast oft fyrirspurnir um gerð og efni eignaskiptayfirlýsinga í eldri húsum þar sem fyri hendi eru gamlir skiptasamamningar sem ekki eru alls kostar réttir né í fullu samræmi við gildandi reglur um eignaskiptayfirlýsingar. Er spurt hvort nauðsyn beri til og skylt að láta gera nýjar eignaskiptayfirlýsingar í slíkum tilvikum. Einnig er spurt um þörf á nýjum eða breyttum eignskiptayfirlýsingum vegna viðbygginga og breytinga á húsi eða einstökum eignarhlutum. Sömuleiðis þegar um er að ræða breytingar vegna yfirfæslu milli eigenda á húsrými, bílskúr, bílastæði eða lóðarhluta.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið kaupir Norður­húsið við Austur­bakka af Lands­bankanum

Íslenska ríkið og Landsbankinn hafa undirritað samning um kaup ríkisins á Norðurhúsi við Austurbakka af Landsbankanum. Um er að ræða tæplega sex þúsund fermetra byggingu sem er hluti af framkvæmdum Landsbankans við Austurhöfn. Kaupverðið er um sex milljarðar króna. Þá mun ríkið einnig kaupa gamla Landsbankahúsið við Austurstræti.

Innlent
Fréttamynd

Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag

Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Öfugmæli að aðgerðir Seðlabankans komi heimilunum illa

Seðlabankastjóri segir að þeir sem gagnrýnt hafi aðgerðir Seðlabankans til að ná niður verðbólgu fari með öfugmælavísur. Verðbólga sé mesti óvinur þeirra verst settu í þjóðfélaginu og nú bendi margt til að aðgerðir til á ná henni niður séu farnar að virka.

Innlent
Fréttamynd

Merki um „hraðan viðsnúning íbúðaverðs“ að mati SA

Nýjustu mælingar Þjóðskrár á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu má að mati Samtaka atvinnulífsins túlka sem „hraðan viðsnúning íbúðaverðs“, einkum í ljósi þess að áhrif aðgerða Seðlabanka Íslands eru ekki komin fram nema að hluta til.

Innherji
Fréttamynd

Öfganna á milli á hús­næðis­markaði

Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 

Skoðun
Fréttamynd

Gallar og afhendingardráttur á nýjum fasteignum

Margir kaupendur nýrra húsa og íbúða hafa leitað til Húseigendafélagsins að undanförnu vegna margvíslegra galla á eignum sínum og vegna dráttar á afhendingu. Þeir eru mislukkulegir með viðkomandi fasteignasala, sumir hafi staðið sig með prýði en aðrir hafi brugðist og dregið leynt og ljóst taum seljenda. Seljendum bera þeir líka misjafna sögu. Sumir hafi ekkert viljað gera og gefið þeim og kröfum þeirra langt nef eða þá brugðist við með hangandi haus og hendi meðan aðrir hafi haft góð orð um að bæta úr og leysa málið.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi

Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni.

Innlent
Fréttamynd

Leigusali í kröppum dansi við músina

MAMMAAA, MAMMA, það er MÚS, það er MÚS í húsinu…Já, svona var ég dregin frá listilegum tilburðum mínum fyrir framan spegilinn, árla morguns fyrir nokkrum árum síðan. Upphófst þá mikill eltingarleikur við blessaða músina sem hafði náð að smygla sér inn í húsið líklega með ketti leigutakans.

Skoðun
Fréttamynd

Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fækkar

Íbúðum sem seldust yfir ásettu verði fækkaði um tæp tíu prósent á höfuðborgarsvæðinu milli maí og júní. Þrátt fyrir það styttist meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu milli júní og júlí mánaða úr 42,3 dögum í 40,1 dag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi fjár­festingar líf­eyris­sjóða í leigu­hús­næði

Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl. Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill áhugi á nýju skipulagi við Kirkjusand

Unnið er að breytingum á deiliskipulagi fyrir Kirkjusandslóðina sem felur í sér að byggð verða fimm hús með um 220 íbúðum. Nágrannar hafa nokkrar áhyggjur af byggingarmagninu en skipuleggjendur segja áformin mun betri en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Sáttmáli um áframhaldandi stéttaskiptingu

Alltof margir komast rétt svo í gegnum mánuðinn, hangandi á kvíðanum, streitunni og yfirdráttarheimildinni við að reyna að láta hlutina ganga upp í þessu stéttskipta samfélagi sem við búum í. Borgarstjórn ber ábyrgð á þjónustuveitingu í nærumhverfinu og vinnur út frá stefnumótun flokka sem mynda meirihluta. Sú stefnumótun var til umræðu í borgarstjórn í dag og er stefnumótun sem tekur engan veginn á rót vandans.

Skoðun
Fréttamynd

Að hneppa þjóð í þræl­dóm

Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna.

Skoðun
Fréttamynd

Fátt um svör eftir margra ára töf á upp­byggingu í Vestur­bugt

Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka.

Innlent
Fréttamynd

Strand í Staðar­hverfi?

Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir.

Skoðun
Fréttamynd

Örugg bú­seta?

Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu.

Skoðun
Fréttamynd

Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar

Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu.

Innlent
Fréttamynd

Bréfið að fara hrylli­lega í alla

Í dag fengu íbúar hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni bréf frá sveitarstjórn þar sem þeim var sagt að þeir þyrftu að yfirgefa húsin innan tveggja vikna. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni segir bréfið fara hryllilega í alla íbúa en sveitarstjóri í Bláskógabyggð segir að fólki hafi átt að vera þetta ljóst.

Innlent