Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Hringekja liðsstjóra í Formúlu 1

Afsögn Mattia Binotto sem liðsstjóra Ferrari liðsins í lok nóvember hefur sett af stað mikinn kapall sem að miklu leyti gekk upp í gær. Alls verða nýir liðsstjórar í að minnsta kosti fjórum liðum af tíu á næsta tímabili.

Bílar
Fréttamynd

Smart#1 með fimm stjörnur í Euro NCAP

Smart#1 var kynntur til leiks fyrr á árinu og er áætlaður á götuna á meginlandi Evrópu í byrjun árs 2023. Bíllinn var nýlega settur í gegnum öryggisprófanir hjá Euro NCAP. Þar sem hann hlaut fimm stjörnur, hæstu einkunn.

Bílar
Fréttamynd

Kia valinn framleiðandi ársins hjá Top Gear

Kia var valinn framleiðandi ársins 2022 á TopGear.com verðlaunahátíðinni. Þetta er annað árið í röð sem Kia fer með sigur af hólmi á TopGear.com verðlaununum, en í fyrra var EV6 hlutskarpastur í sínum flokki.

Bílar
Fréttamynd

Það þarf ekki alltaf að vera bíll

Byrjum þetta á léttu nótunum. Ímyndum okkur að ný matvara sé kynnt til leiks, gómsæt og seðjandi sem allt fólk þráir að prófa. Við getum ímyndað okkur að um sé að ræða nýja tegund af íspinna. Framleiðendur hans lofa neytendum ennfremur að hann auki hamingju og frelsistilfinningu.

Skoðun
Fréttamynd

Sumir hækka úr fimm og hálfri í sjö milljónir

Ragnar Þór Ægisson, bílasali og meðeigandi Bílamiðstöðvarinnar, segir að reikna megi með því að rafbílar sem nú eru niðurgreiddir að hluta af hinu opinbera muni í sumum tilvikum hækka í verði úr til dæmis eins og 5,5 milljónum í sjö milljónir.

Neytendur
Fréttamynd

Úrelt fyrirkomulag á bílasölu sem bjóði hættunni heim

Hægt er að selja ökutæki með áhvílandi veði án þess að láta kaupanda vita af gjöldunum. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir ábyrgðina liggja hjá kaupanda að kanna áhvílandi gjöld. Framkvæmdastjóri FÍB segir fyrirkomulagið vera úrelt og að þarna sé verið að bjóða hættunni heim.

Neytendur
Fréttamynd

Myndband: Mercedes-AMG One rústaði brautarmetinu á Nürburgring

Norðurslaufan á Nürburgring er einskonar mælistika á getu sportbíla af öllum stærðum og gerðum. Brautin er tæpir 21 kílómetri að lengd. Fyrra met fyrir fjöldaframleidda bíla átti Porsche 911 GT2 RS og það var 6 mínútur og 43 sekúndur, sléttar. Mercedes-AMG One bætti metið um 7,817 sekúndur.

Bílar
Fréttamynd

Kia Niro hreppir Gullna stýrið

Nýi Kia Niro rafbíllinn hlaut hið virta Gullna stýri, sem almennt er talið mikilvægasta viðurkenning sem bílum getur hlotnast í Þýskalandi. Kia Niro, sem hlaut mikið lof þegar hann var kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári, fékk Gullna stýrið 2022 í flokki lítilla SUV-bíla. Tengiltvinnbíllinn Kia Sportage hafnaði í öðru sæti. Volkswagen Taigo hafnaði í þriðja sæti.

Bílar
Fréttamynd

Cake kynnir rafmagnsmótorhjólið Bukk

Sænski rafmótorhjólaframleiðandinn kynnti á dögunum Bukk, sem er nýtt hjól frá Cake. Bukk byggir á upplýsingum úr mótaröð sem Cake heldur þar sem ekið er á hjólum þeirra.

Bílar
Fréttamynd

N1 lækkar verð í Norðlingaholti

Frá og með deginum í dag getur þú fengið fengið ódýrara eldsneyti á stöð N1 í Norðlingaholti. Stöðin bætist með þessu í hóp fimm N1 stöðva sem bjóða ódýrara eldsneyti en mikil eftirspurn er eftir slíkum stöðvum.

Samstarf
Fréttamynd

Saga Harley-Davidson komin á prent

„Það var í vinnubanni í covid að ég settist niður til að halda áfram með gagnaöflun fyrir annað bindi bókar minnar um sögu mótorhjóla á Íslandi. Ég ákvað að byrja á að taka saman hvaða efni ég hefði yfir ákveðnar tegundir og byrjaði á Harley-Davidson. Fljótlega varð mér þó ljóst að ég hefði svo mikið efni og líka myndir að það eitt og sér myndi duga mér í heila bók, og þannig fæddist nú þessi bók mín um Harley-Davidson á Íslandi,“ segir Njáll Gunnlaugsson, höfundur bókarinnar Ameríska goðsögnin.

Samstarf
Fréttamynd

Dieci skot­bóm­u­lyftara­sýning í Velti

Veltir ætlar að halda skotbómulyftarasýningu á morgun, fimmtudag. Sýningin verður í Hádegismóum 8 í Árbæ. Á sýningunni verða Dieci Icarus 40.14, Dieci 40.17 og Dieci Pegasus 50.25 skotbómulyftarar. Einnig verður sérfræðingur frá Dieci á staðnum.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model S með fimm stjörnur í NCAP

Tesla Model S hlaut á dögunum fimm stjörnu öryggiseinkunn há Euro NCAP. Euro NCAP gerði prófanir á nýjustu útgáfu af Model S, í samræmi við nýjustu og ströngustu prófunarstaðlana frá 2020-2022, þar sem geta ökutækisins til að vernda fullorðna einstaklinga, börn og gangandi vegfarendur er í forgangi ásamt mat á hegðun til að forðast árekstra og aðra öryggisaðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarsýning Öskju

Bílaumboðið Askja tekur vetrinum fagnandi og býður viðskiptavinum og öðrum gestum á sérstaka Vetrarsýningu á morgun, laugardag 19. nóvember kl. 12-16.

Bílar
Fréttamynd

Ekið á gangandi og hjólandi í borginni

Í tvígang með skömmu millibili var ekið á gangandi og hjólandi vegfarendur í Reykjavík í morgun. Fyrst var bíl ekið á átta ára dreng þegar hann fór yfir gangbraut en um klukkutíma síðar var ekið á hjólreiðamann í Hlíðunum.

Innlent