Innlent

Óvissustigi aflýst vegna Grímsvatna

Almannavarnir hafa nú aflýst óvissustigi, sem sett var á 1. nóvember vegna atburða í Grímsvötnum en Grímsvatnahlaup, sem hófst í lok október, er nú lokið án þess að eldgos hafi fylgt hlaupinu.

Megnið af hlaupinu rann í Gígjukvísl og náði það hámarki þann 3. nóvember síðastliðinn. Hlaupið var í minna lagi miðað við fyrri Grímsvatnahlaup.

Hlaup úr Grímsvatnakerfinu eru tiltölulega algeng og hafa eldgos fylgt í kjölfar hlaupa sex sinnum. Síðan 2004 hafa GPS mælingar sýnt aukna þenslu undir eldstöðinni í Grímsvötnum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×