Óvissa um útskrift tónlistarnema Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2014 19:30 Formaður Félags tónlistarskólakennara segir að á brattann hafi verið að sækja í kjaraviðræðum sem lauk með samningi snemma í morgun. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu sem lýkur áttunda desember næstkomandi. Fjölmargir nemendur misstu kennslu í píanólei og söng eog eins í fræðilega hluta námsins hér í Tónlistarskólanum í Reykjavík og því eru allir mjög fegnir að kennararnir séu komnir aftur til starfa. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennara segir að það hafi verið á brattan að sækja í samningaviðræðunum. Kannarar hafi ekki náð fram sínum ýtrustu kröfum en á móti sé samið til skamms tíma og áfram verði sótt á um leiðréttingu kjara tónlistarskólakennara. En fimm vikna verkfall hefur haft áhrif á námsframvindu fjölmargra nemenda, sérstaklega þá sem eru á lokaári. „Þetta hafði áhrif á töluvert marga nemendur. Sumir misstu í rauninni alla sína tíma, bæði hljóðfæratíma og fræðigreinatíma. Sumir misstu bara hljóðfæratíma og aðrir bara fræðigreinatíma. En það voru mjög margir sem urðu fyrir einhvers konar áhrifum,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem um 150 nemendur stunda nám. Áslaug Rún Magnúsdóttir ætlar að klára áttunda stigið og taka brottfararpróf á klarinett næsta vor og er vissulega fegin að fá loks aftur kennslu í fræðilega hluta námsins. „Jú ég er vissulega ánægð með það en önnin er samt smá ónýt myndi ég segja. Því núna ætti önnin að vera að klárast um þessa eða næstu helgi. Ég er búin að missa fimm tíma úr, þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Áslaug Rán. Óvissan er því nokkur hjá Áslaugu Rán, bæði hvað varðar námslok og síðan framhaldsnám. „En ætli ég stefni ekki á eitthvað listnám. Hvort sem það verður einleiks klarinettuleikari eða eitthvað annað,“ segir Áslaug Rán. En er draumur að komast í Sinfóníuna? „Það er náttúrlega gaman en ég held að það sé líka margt annað í boði og það er kannski bjánalegt að helga líf sitt teimur stöðum í Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir klarinettuleikarinn ungi. Aðstoðarskólastjórinn segir að hliðra verði til með próf, sérstaklega fyrir lokaársnemendur. „Við verðum að finna einhverja leið til þess að þau geti gert það með sóma. Hvort sem þau hafa misst hljóðfæratíma eða fræðigreinar. Því þau vilja náttúrlega halda sínu striki og klára og fara til útlanda eða í Listaháskólann eða hvernig sem það verður,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Formaður Félags tónlistarskólakennara segir að á brattann hafi verið að sækja í kjaraviðræðum sem lauk með samningi snemma í morgun. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu sem lýkur áttunda desember næstkomandi. Fjölmargir nemendur misstu kennslu í píanólei og söng eog eins í fræðilega hluta námsins hér í Tónlistarskólanum í Reykjavík og því eru allir mjög fegnir að kennararnir séu komnir aftur til starfa. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennara segir að það hafi verið á brattan að sækja í samningaviðræðunum. Kannarar hafi ekki náð fram sínum ýtrustu kröfum en á móti sé samið til skamms tíma og áfram verði sótt á um leiðréttingu kjara tónlistarskólakennara. En fimm vikna verkfall hefur haft áhrif á námsframvindu fjölmargra nemenda, sérstaklega þá sem eru á lokaári. „Þetta hafði áhrif á töluvert marga nemendur. Sumir misstu í rauninni alla sína tíma, bæði hljóðfæratíma og fræðigreinatíma. Sumir misstu bara hljóðfæratíma og aðrir bara fræðigreinatíma. En það voru mjög margir sem urðu fyrir einhvers konar áhrifum,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem um 150 nemendur stunda nám. Áslaug Rún Magnúsdóttir ætlar að klára áttunda stigið og taka brottfararpróf á klarinett næsta vor og er vissulega fegin að fá loks aftur kennslu í fræðilega hluta námsins. „Jú ég er vissulega ánægð með það en önnin er samt smá ónýt myndi ég segja. Því núna ætti önnin að vera að klárast um þessa eða næstu helgi. Ég er búin að missa fimm tíma úr, þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Áslaug Rán. Óvissan er því nokkur hjá Áslaugu Rán, bæði hvað varðar námslok og síðan framhaldsnám. „En ætli ég stefni ekki á eitthvað listnám. Hvort sem það verður einleiks klarinettuleikari eða eitthvað annað,“ segir Áslaug Rán. En er draumur að komast í Sinfóníuna? „Það er náttúrlega gaman en ég held að það sé líka margt annað í boði og það er kannski bjánalegt að helga líf sitt teimur stöðum í Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir klarinettuleikarinn ungi. Aðstoðarskólastjórinn segir að hliðra verði til með próf, sérstaklega fyrir lokaársnemendur. „Við verðum að finna einhverja leið til þess að þau geti gert það með sóma. Hvort sem þau hafa misst hljóðfæratíma eða fræðigreinar. Því þau vilja náttúrlega halda sínu striki og klára og fara til útlanda eða í Listaháskólann eða hvernig sem það verður,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira