Körfubolti

Óvæntur sigur Washington á Atlanta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Atlanta og Washington.
Úr leik Atlanta og Washington. vísir/getty
Washington Wizard og Golden State Warrios eru bæði komin yfir í einvígum sínum í undanúrslitum NBA-körfuboltans, en undanúrslitaviðureignir Austur- og Vesturdeildarinnar hófust í dag.

Washington vann frekar óvæntan sigur á Atlanta Hawks í Austurdeildinni, 104-98. Atlanta byrjaði af miklum krafti og leiddi meðal annars 63-52 í hálfleik.

Í síðari hálfleik var krafturinn Washington megin og þeir unnu að lokum sex stiga sigur, 104-98.

Bradley Beal var frábær í liði Washington, en hann skoraði 28 stig. John Wall gaf þrettán stoðsendingar, en hjá Atlanta var það DeMarre Carroll sem var stigahæstur með 24 stig.

Golden State Warrios heldur áfram frábæru gengi sínu í vetur, en þeir unnu Memphis 101-86. Warrios var með tögl og haldir á leiknum frá upphafi. Staðan í hálfleik var 52-61, Golden State í vil í hálfleik.

Stephen Curry gerði 22 stig fyrir Golden State og tók sjö fráköst. Marc Gasol skoraði 21 stig fyrir Memphis og tók níu fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×