Óútskýrður fjöldadauði á sjófuglum Svavar Hávarðsson skrifar 16. júní 2014 13:52 Allar riturnar sem fundust voru í fjörukambi ofan flæðamáls svo talið er að mun fleiri fuglar hafi drepist en þeir 70 sem fundust. Mynd/Menja Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru um fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. „Fuglinn var dreifður vítt og breitt við vatnið og rifið,“ segir Sigurður Sigurðsson, einn landeigenda Fróðár, sem gekk fram á dauða fuglana og tilkynnti Náttúrustofu Vesturlands (NV) frá fundi sínum á miðvikudag. Að sögn Menju von Schmalensee, sérfræðings hjá NV, fundust tveimur dögum síðar 70 dauðar ritur á litlu svæði á rifinu, ásamt dauðum skörfum og æðarfugli. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Hræætur höfðu kroppað í flesta fuglana, en engu að síður fundust nokkrir heilir, og greinilega nýdauðir. Þeim var safnað til að hafa möguleika á frekari rannsóknum, en ekki er vitað hvað veldur, og engin sýnileg ummerki á fuglunum sem skýrt gætu dánarmein þeirra. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, fór á vettvang ásamt starfsmönnum náttúrustofunnar, en setrið hefur til rannsóknar annað tilvik þar sem nýlega fundust um 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp á Rifi, um tíu kílómetra frá Fróðárrifi. „Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum, en frá maí hafa fundist 50 fuglar af báðum kynjum í grennd við æðarvarpið. Það vekur athygli að um tvö tilvik er að ræða á stuttum tíma, og í báðum tilvikum sjófugl,“ segir Jón Einar. Spurður um kenningar um orsök fjöldadauðans, segir Jón Einar að ástand fuglanna hafi verið mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Jón Einar segir að tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist grunur manna því að tjörnum á svæðinu. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru um fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. „Fuglinn var dreifður vítt og breitt við vatnið og rifið,“ segir Sigurður Sigurðsson, einn landeigenda Fróðár, sem gekk fram á dauða fuglana og tilkynnti Náttúrustofu Vesturlands (NV) frá fundi sínum á miðvikudag. Að sögn Menju von Schmalensee, sérfræðings hjá NV, fundust tveimur dögum síðar 70 dauðar ritur á litlu svæði á rifinu, ásamt dauðum skörfum og æðarfugli. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Hræætur höfðu kroppað í flesta fuglana, en engu að síður fundust nokkrir heilir, og greinilega nýdauðir. Þeim var safnað til að hafa möguleika á frekari rannsóknum, en ekki er vitað hvað veldur, og engin sýnileg ummerki á fuglunum sem skýrt gætu dánarmein þeirra. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, fór á vettvang ásamt starfsmönnum náttúrustofunnar, en setrið hefur til rannsóknar annað tilvik þar sem nýlega fundust um 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp á Rifi, um tíu kílómetra frá Fróðárrifi. „Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum, en frá maí hafa fundist 50 fuglar af báðum kynjum í grennd við æðarvarpið. Það vekur athygli að um tvö tilvik er að ræða á stuttum tíma, og í báðum tilvikum sjófugl,“ segir Jón Einar. Spurður um kenningar um orsök fjöldadauðans, segir Jón Einar að ástand fuglanna hafi verið mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Jón Einar segir að tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist grunur manna því að tjörnum á svæðinu.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira