Erlent

Óttast óöld í Egyptalandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Forseti Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi
Forseti Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi Vísir/Getty
Forseti Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi, óttast að mikil óöld sé í uppsiglingu í landinu í kjölfar þess að vígahópur sem tengist ISIS myrti 32 egypska her-og lögreglumenn síðastliðinn fimmtudag. BBC greinir frá.

Sisi ávarpaði þjóð sína í dag. Hann sagði að framundan væri löng og hörð barátta við öfgamenn en árásin á fimmtudag var ein sú versta gegn ríkisstjórn landsins í langan tíma.

Árásin var gerð á Sinai-skaga í austurhluta Egyptalands. Ástandið þar hefur verið afar slæmt síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli árið 2011 og hefur hríðversnað síðastliðin misseri með tilheyrandi ofbeldi og árásum uppreisnarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×