Innlent

Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mönnunum var bjargað um boð í Árna Friðriksson.
Mönnunum var bjargað um boð í Árna Friðriksson. Vísir/GVA
Einn mannanna þriggja sem var um borð í bandarísku skútunni Valiant sem missti mastur segist hafa óttast um líf sitt. Þetta segir eiginkona hans, sem ræddi við hann í síma, við Richmond.com. Hún segir mennina þrjá í góðu ásigkomulagi og vel sé komið fram við þá um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Þá lofar hún áhöfn skipsins fyrir það hve almennilegir þeir séu við mennina.

Carol Piersol segir eiginmann sinn Morrie Pierson og þá Wes Jones og Bobby Forrest vera vana sjómenn. Hún segir sterkar vindhviður hafa hvolft skútunni svo mastrið brotnaði og mennirnir enduðu í sjónum. Carol segir að eiginmaður sinn hafi talið að hann myndi drukkna, en hún hefur rætt við hann í síma.

Sagt var frá viðtalinu við Carol á vef Ríkisútvarpsins.

Kjölur skipsins hafi hins vegar verið heill og skipið hafi rétt sig við.

Bjargað eftir sjö tíma

Mennirnir fóru aftur um borð og reyndu það sem þeir gátu til að forðast ofkælingu. Meðal annars reyndu þeir að þurrka föt sín og vefja gúmmídýnu sem þeir skáru í sundur utan um sig til að halda á sér hita. Mennirnir fóru svo í björgunarbát.

Þá sáu þeir leitarvél ISAVIA og náðu sambandi við áhöfn hennar með talstöð sem var í björgunarbátnum. Þeim var svo bjargað um borð í Árna Friðriksson um sjö tímum eftir að skútunni hvolfdi.

Skútan var yfirgefin þar sem hún maraði í hálfu kafi og er hún líklegast sokkin núna.

Von er á Árna Friðrikssyni í land á morgun, en ekki er víst klukkan hvað skipið kemur að landi.


Tengdar fréttir

„Söknuðum flugvélarinnar í morgun“

Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í morgun þegar áhöfn skútu lenti í sjávarháska en flugvélin er í leiguverkefni á vegnum NORDEX á Sikileyjum

Skútan fundin með brotið mastur

Flugvél Isavia hefur fundið bandarísku skútuna sem sendi frá sér neyðarboð í nótt. Mastur hennar hafði brotnað og rafmagnslaust orðið um borð. Leit hefur verið hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×