FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 00:01

Skipverjarnir leiddir í land og á leiđ í yfirheyrslu

FRÉTTIR

Ótrúlegur leikur hjá Martin

 
Körfubolti
07:45 28. JANÚAR 2016
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. VÍSIR/DANÍEL

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson fór á kostum með liði sínu, LIU, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Þá vann liðið Sacred Heart, 92-84, og getur þakkað Martin það að stóru leyti. Martin skoraði 22 stig, tók 8 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 5 boltum og tapaði boltanum aldrei.

Aðeins þrír leikmenn hafa náð slíkri línu í háskólaboltanum í vetur. Hinir eru Ben Simmons og Kris Dunn. Er óhætt að segja að frammistaða okkar manns hafi vakið mikla athygli í nótt.

Martin er á sínu öðru ári hjá háskólaliðinu frá Brooklyn og er sífellt að bæta sig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Ótrúlegur leikur hjá Martin
Fara efst