FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 12:05

Godín tryggđi Atlético sigur á Tottenham

SPORT

Ótrúlegur leikur hjá Martin

 
Körfubolti
07:45 28. JANÚAR 2016
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. VÍSIR/DANÍEL

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson fór á kostum með liði sínu, LIU, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Þá vann liðið Sacred Heart, 92-84, og getur þakkað Martin það að stóru leyti. Martin skoraði 22 stig, tók 8 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 5 boltum og tapaði boltanum aldrei.

Aðeins þrír leikmenn hafa náð slíkri línu í háskólaboltanum í vetur. Hinir eru Ben Simmons og Kris Dunn. Er óhætt að segja að frammistaða okkar manns hafi vakið mikla athygli í nótt.

Martin er á sínu öðru ári hjá háskólaliðinu frá Brooklyn og er sífellt að bæta sig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Ótrúlegur leikur hjá Martin
Fara efst