Ótrúlegt björgunarafrek öryggisstjóra Kringlunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2016 19:45 Halldór Gunnar Pálsson fór í gegnum smekkfullan ruslagám til þess að finna lítinn leikfangahest sem lítil stelpa hafði týnt. Mynd/Halldór Gunnar Pálsson „Þetta er ekki í starfslýsingunni minni að minnsta kosti,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, öryggistjóri Kringlunnar, sem tókst hið ómögulega í gær þegar hann fann lítinn leikfangahest í fullum ruslagámi. Hestinum hafði verið hent í ruslið eftir að tveggja ára gömul stelpa týndi honum í verslunarmiðstöðinni. „Ótrúleg saga,“ segir móðir stúlkunnar. Forsaga málsins er sú að Halldóra Smáradóttir, sem búsett er á Akureyri, var í verslunarferð í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni um síðastliðna helgi þegar upp komst að tveggja ára gömul dóttir hennar hefði glatað hestinum. Um leið var farið í að reyna að finna hestinn en til vonar og vara skyldu þau eftir lýsingu á hestinum ef hann skyldi finnast enda hefur hann mikið tilfinningagildi. „Þessi hlutur er ekki bara eitthvað dót, hún sofnar ekki án hans. Hún tók ástfóstri við hann fjögurra mánaða gömul og hefur ekki skilið við hann síðan.“ segir Halldóra sem var eðlilega nokkuð vonsvikin daginn eftir að hesturinn týndist en þá var henni tjáð af starfsmanni að hesturinn hefði fundist en verið hent.Eins og sjá má þurfti Halldór að fara í gegnum ansi mikið magn rusls. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Halldór Gunnar Pálsson„Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann!“ Hafði hún þá samband við Halldór Gunnar, öryggisstjóra Kringlunnar, sem þótti málið allt saman mjög miður og lofaði hann henni að hann myndi kanna málið. Á þriðjudaginn hringdi Halldór Gunnar svo aftur í Halldóru og bað um mynd af hestinum því að hann væri búinn að komast að því í hvaða gám hesturinn hefði endað. Hann hafði svo samband í gær við Halldóru með gleðitíðindi. „Halldóra, ég er með hann. Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann,“ sagði Halldór í samtalinu. Halldór fór sjálfur í gáminn og leitaði að hestinum, sem hefur ekki verið létt verk eins og sjá á meðfylgjandi mynd en hesturinn er afar lítill, um 10 sentimetrar á hæð og því ekki auðvelt að finna hann í ruslagámi fullum af ruslapokum og öðru sem endar í slíkum gámum. „Ég hafði ekki mikla von um að finna hann en ég vildi gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að reyna að finna hestinn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Hesturinn góði sem hefur mikið tilfinnalegt gildi fyrir eiganda sinn.Á leið suður á ný til þess að sækja hestinn Gámurinn var smekkfullur af rusli og leitin tók um tvo tíma sem verður að teljast ágætur tími miðað við magn rusls sem kemst fyrir í einum slíkum gámi. En hvað varð til þess að Halldór lagði í leitina? „Það var tilfinningagildið. Ég er pabbi, ég veit hvað ég myndi sjálfur leggja á fyrir dóttur mína,“ segir Halldór. „Þessi vinnubrögð hjá Halldóri eru bara einstök og ótrúlegt að hann hafi virkilega lagt í þennan gám,“ sagði Halldóra að lokum sem var í óðaönn við að pakka niður þegar blaðamaður náði tali af henni enda er stefnan tekin suður á nýjan leik um helgina til þess að sækja hestinn góða. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Þetta er ekki í starfslýsingunni minni að minnsta kosti,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, öryggistjóri Kringlunnar, sem tókst hið ómögulega í gær þegar hann fann lítinn leikfangahest í fullum ruslagámi. Hestinum hafði verið hent í ruslið eftir að tveggja ára gömul stelpa týndi honum í verslunarmiðstöðinni. „Ótrúleg saga,“ segir móðir stúlkunnar. Forsaga málsins er sú að Halldóra Smáradóttir, sem búsett er á Akureyri, var í verslunarferð í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni um síðastliðna helgi þegar upp komst að tveggja ára gömul dóttir hennar hefði glatað hestinum. Um leið var farið í að reyna að finna hestinn en til vonar og vara skyldu þau eftir lýsingu á hestinum ef hann skyldi finnast enda hefur hann mikið tilfinningagildi. „Þessi hlutur er ekki bara eitthvað dót, hún sofnar ekki án hans. Hún tók ástfóstri við hann fjögurra mánaða gömul og hefur ekki skilið við hann síðan.“ segir Halldóra sem var eðlilega nokkuð vonsvikin daginn eftir að hesturinn týndist en þá var henni tjáð af starfsmanni að hesturinn hefði fundist en verið hent.Eins og sjá má þurfti Halldór að fara í gegnum ansi mikið magn rusls. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Halldór Gunnar Pálsson„Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann!“ Hafði hún þá samband við Halldór Gunnar, öryggisstjóra Kringlunnar, sem þótti málið allt saman mjög miður og lofaði hann henni að hann myndi kanna málið. Á þriðjudaginn hringdi Halldór Gunnar svo aftur í Halldóru og bað um mynd af hestinum því að hann væri búinn að komast að því í hvaða gám hesturinn hefði endað. Hann hafði svo samband í gær við Halldóru með gleðitíðindi. „Halldóra, ég er með hann. Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann,“ sagði Halldór í samtalinu. Halldór fór sjálfur í gáminn og leitaði að hestinum, sem hefur ekki verið létt verk eins og sjá á meðfylgjandi mynd en hesturinn er afar lítill, um 10 sentimetrar á hæð og því ekki auðvelt að finna hann í ruslagámi fullum af ruslapokum og öðru sem endar í slíkum gámum. „Ég hafði ekki mikla von um að finna hann en ég vildi gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að reyna að finna hestinn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Hesturinn góði sem hefur mikið tilfinnalegt gildi fyrir eiganda sinn.Á leið suður á ný til þess að sækja hestinn Gámurinn var smekkfullur af rusli og leitin tók um tvo tíma sem verður að teljast ágætur tími miðað við magn rusls sem kemst fyrir í einum slíkum gámi. En hvað varð til þess að Halldór lagði í leitina? „Það var tilfinningagildið. Ég er pabbi, ég veit hvað ég myndi sjálfur leggja á fyrir dóttur mína,“ segir Halldór. „Þessi vinnubrögð hjá Halldóri eru bara einstök og ótrúlegt að hann hafi virkilega lagt í þennan gám,“ sagði Halldóra að lokum sem var í óðaönn við að pakka niður þegar blaðamaður náði tali af henni enda er stefnan tekin suður á nýjan leik um helgina til þess að sækja hestinn góða.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira