Körfubolti

Ótrúleg ferðalög Boston Celtics liðsins í desembermánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boston-liðið var í New York á jóladag.
Boston-liðið var í New York á jóladag. Vísir/Getty
NBA-liðin spila öll 82 leiki á hverju tímabili og þá erum við bara að tala um leiki þeirra í deildarkeppninni. Það er því margir leikir og mikið um ferðlög.

Liðin eru því að spila yfir tíu leiki í hverjum mánuði á tímabilinu og helmingur leikjanna er að sjálfsögðu á útivelli.

Mörg NBA-liðanna lenda því í að fljúga fram og til baka yfir Bandaríkin á meðan tímabilinu stendur og flestir leikmannanna þekkja hótellífið vel.

Mánuðirnir eru þó sjaldan eins erfiðir og desembermánuðurinn var hjá liði Boston Celtics því þeir flugu hálfa leið í kringum hnöttinn í desember þegar öllum flugferðum liðsins er safnað saman.

Alls spilaði liðið tíu útileiki í desember og það kallaði á fimmtán flug fram og til baka í Bandaríkjunum.

Leikmenn og þjálfarar Boston Celtics eyddu samanlagt heilum sólarhringi í háloftunum og ekki bætti það ástandið að þeir urðu fórnarlömb sprengjuhótunnar í Oklahoma City.

Boston-liðið vann 6 af þessum 10 útileikjum sínum í desember þar á meðal fjóra af síðustu fimm. Þeir þurftu hinsvegar að sætta sig við tap á útivelli á móti NBA-meisturum Cleveland Cavaliers í nótt.

Chris Forsberg fjallar um Boston Celtics fyrir ESPN og hann tók saman flugferðir Boston í desember fyrir twitter-síðu sína og setti þar öll flugin upp á kort í gegnum FlightDiary. Það má sjá þessa samantekt hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×