Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Snorri Baldursson skrifar 13. janúar 2016 07:00 Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um nýjan raforkusamning, en núverandi samningur fyrirtækisins rennur út árið 2019. Ein birtingarmynd þessarar hagsmunabaráttu var býsna ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls í prent- og ljósvakamiðlum yfir hátíðarnar þar sem m.a. komu fyrir slagorð eins og „álið okkar“„[álið eða áldósir] má endurvinna nánast endalaust / allt að hundrað sinnum“ og ál er „einhver grænasti málmur í heimi“. Landvernd hefur kært þessa auglýsingaherferð fyrirtækisins á grunni laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu á þeim forsendum að um sé að ræða, villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar.„Álið okkar“ Auglýsingar Norðuráls hafa reynt að byggja upp hreinleikaímynd og þá tilfinningu að ál sé á einhvern hátt norrænn eða íslenskur málmur. Þetta er auðvitað blekking. Ef hægt er að tala um íslenskan málm yfir höfuð væri það væntanlega helst járn eða mýrarrauði. Þótt ál sé eitt algengasta frumefni Jarðarinnar finnst það ekki í vinnanlegu magni nema í málmgrýtinu báxíti (bauxite) sem verður til við veðrun bergs í hitabeltisloftslagi. Báxít er unnið frekar í svokallað súrál sem er hráefni álveranna. Árið 2011 flutti Norðurál inn tæplega 550.000 tonn af súráli hingað til lands, um og yfir 6.000 km sjóleið frá m.a. Jamaíku og Suður-Ameríku. Álið sem unnið er á Grundartanga og annars staðar á landinu getur því trauðla kallast íslenskt. Álverin nýta sér aftur á móti íslenska orku og íslenskt vinnuafl við álbræðslu. Norðurál er heldur ekki í eigu Íslendinga, frekar en önnur álver á landinu.„Álið má endurvinna nánast endalaust /… allt að hundrað sinnum“ Þessar staðhæfingar í auglýsingum Norðuráls eru stolnar fjaðrir, til þess fallnar að blekkja almenning. Það er rétt að ál er endurvinnanlegt. Hins vegar stundar Norðurál ekki endurvinnslu heldur frumvinnslu á áli úr súráli. Fyrirtækið hefur heldur ekki sérstakan hag af endurvinnslu heldur þvert á móti hag af því að ál sé tekið út af markaðnum, að það sé ekki endurunnið. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun BNA eru áldósir urðaðar þar í landi árlega í magni sem nemur ársframleiðslu áls á Íslandi (um einni milljón tonna). Sem sagt ef allar áldósir sem falla til í BNA væru endurnýttar hundrað sinnum mætti loka álverum á Íslandi miðað við núverandi framboð og eftirspurn áls í heiminum.„[álið okkar er] einhver grænasti málmur í heimi“ Þetta er líklega alvarlegasta blekkingin í auglýsingum Norðuráls. Það stenst ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skilningi að framleiðsla þess sé umhverfisvæn, eða að ál sé einhver grænasti málmur í heimi. Vinnsla áls er gríðarleg orku-, vatns- og landfrekur iðnaður. Frumvinnsla á báxíti og súráli, hráefni álverksmiðjanna, veldur afar neikvæðum umhverfisáhrifum. Miklar báxítnámur finnast í Ástralíu, Brasilíu, Kína, Jamaíka, Rússlandi og víðar. Margar þeirra eru á landi sem þakið er hitabeltisskógi. Eðli málsins samkvæmt er þessum skógum eytt við vinnsluna. Úr báxíti er unnið súrál með aðferð sem nefnist Bayer-ferli. Í ferlinu verður til hættulegur úrgangur, svokallaður rauður leir, sem er viðurkenndur umhverfisskaðvaldur og hefur valdið miklum og mannskæðum mengunarslysum, sbr. slysið í Kolontár í Ungverjalandi í október 2010. Síðasti hlekkurinn í framleiðslukeðju áls, sjálf álbræðslan eins og Norðurál stundar á Grundartanga, er einnig langt frá því að vera umhverfisvæn. Álver Norðuráls losar um 500.000 tonn af koltvísýringi árlega og umtalsvert magn brennisteinssambanda og flúors sem bændur á þynningarsvæði álversins telja að hafi haft slæm áhrif á heilsu búfjár undanfarin ár, meðal annars valdið veikindum í hrossum á Kúludalsá við Hvalfjörð. Líklega skákar Norðurál í því skjólinu að það noti svokallaða græna orku. En er hægt að fullyrða að orkuframleiðsla, sem m.a. kaffærir gróðurvinjar á hálendinu, ofnýtir háhitasvæði og spillir landslagi og víðernum, sé græn? Eftir Parísarsamkomulagið dregur vonandi hratt úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmslofti en örin á fjallkonunni sitja eftir um aldur og ævi. Það er fjarri sanni að „álið okkar“ sé einhver grænasti málmur í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um nýjan raforkusamning, en núverandi samningur fyrirtækisins rennur út árið 2019. Ein birtingarmynd þessarar hagsmunabaráttu var býsna ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls í prent- og ljósvakamiðlum yfir hátíðarnar þar sem m.a. komu fyrir slagorð eins og „álið okkar“„[álið eða áldósir] má endurvinna nánast endalaust / allt að hundrað sinnum“ og ál er „einhver grænasti málmur í heimi“. Landvernd hefur kært þessa auglýsingaherferð fyrirtækisins á grunni laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu á þeim forsendum að um sé að ræða, villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar.„Álið okkar“ Auglýsingar Norðuráls hafa reynt að byggja upp hreinleikaímynd og þá tilfinningu að ál sé á einhvern hátt norrænn eða íslenskur málmur. Þetta er auðvitað blekking. Ef hægt er að tala um íslenskan málm yfir höfuð væri það væntanlega helst járn eða mýrarrauði. Þótt ál sé eitt algengasta frumefni Jarðarinnar finnst það ekki í vinnanlegu magni nema í málmgrýtinu báxíti (bauxite) sem verður til við veðrun bergs í hitabeltisloftslagi. Báxít er unnið frekar í svokallað súrál sem er hráefni álveranna. Árið 2011 flutti Norðurál inn tæplega 550.000 tonn af súráli hingað til lands, um og yfir 6.000 km sjóleið frá m.a. Jamaíku og Suður-Ameríku. Álið sem unnið er á Grundartanga og annars staðar á landinu getur því trauðla kallast íslenskt. Álverin nýta sér aftur á móti íslenska orku og íslenskt vinnuafl við álbræðslu. Norðurál er heldur ekki í eigu Íslendinga, frekar en önnur álver á landinu.„Álið má endurvinna nánast endalaust /… allt að hundrað sinnum“ Þessar staðhæfingar í auglýsingum Norðuráls eru stolnar fjaðrir, til þess fallnar að blekkja almenning. Það er rétt að ál er endurvinnanlegt. Hins vegar stundar Norðurál ekki endurvinnslu heldur frumvinnslu á áli úr súráli. Fyrirtækið hefur heldur ekki sérstakan hag af endurvinnslu heldur þvert á móti hag af því að ál sé tekið út af markaðnum, að það sé ekki endurunnið. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun BNA eru áldósir urðaðar þar í landi árlega í magni sem nemur ársframleiðslu áls á Íslandi (um einni milljón tonna). Sem sagt ef allar áldósir sem falla til í BNA væru endurnýttar hundrað sinnum mætti loka álverum á Íslandi miðað við núverandi framboð og eftirspurn áls í heiminum.„[álið okkar er] einhver grænasti málmur í heimi“ Þetta er líklega alvarlegasta blekkingin í auglýsingum Norðuráls. Það stenst ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skilningi að framleiðsla þess sé umhverfisvæn, eða að ál sé einhver grænasti málmur í heimi. Vinnsla áls er gríðarleg orku-, vatns- og landfrekur iðnaður. Frumvinnsla á báxíti og súráli, hráefni álverksmiðjanna, veldur afar neikvæðum umhverfisáhrifum. Miklar báxítnámur finnast í Ástralíu, Brasilíu, Kína, Jamaíka, Rússlandi og víðar. Margar þeirra eru á landi sem þakið er hitabeltisskógi. Eðli málsins samkvæmt er þessum skógum eytt við vinnsluna. Úr báxíti er unnið súrál með aðferð sem nefnist Bayer-ferli. Í ferlinu verður til hættulegur úrgangur, svokallaður rauður leir, sem er viðurkenndur umhverfisskaðvaldur og hefur valdið miklum og mannskæðum mengunarslysum, sbr. slysið í Kolontár í Ungverjalandi í október 2010. Síðasti hlekkurinn í framleiðslukeðju áls, sjálf álbræðslan eins og Norðurál stundar á Grundartanga, er einnig langt frá því að vera umhverfisvæn. Álver Norðuráls losar um 500.000 tonn af koltvísýringi árlega og umtalsvert magn brennisteinssambanda og flúors sem bændur á þynningarsvæði álversins telja að hafi haft slæm áhrif á heilsu búfjár undanfarin ár, meðal annars valdið veikindum í hrossum á Kúludalsá við Hvalfjörð. Líklega skákar Norðurál í því skjólinu að það noti svokallaða græna orku. En er hægt að fullyrða að orkuframleiðsla, sem m.a. kaffærir gróðurvinjar á hálendinu, ofnýtir háhitasvæði og spillir landslagi og víðernum, sé græn? Eftir Parísarsamkomulagið dregur vonandi hratt úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmslofti en örin á fjallkonunni sitja eftir um aldur og ævi. Það er fjarri sanni að „álið okkar“ sé einhver grænasti málmur í heimi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun