Össur vitnaði í Tinu Turner á ríkjaráðstefnu ESB 3. júlí 2011 20:30 Utanríkisráðherra greip til heimspeki Tinu Turner þegar hann flutti mál Íslands á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins á mánudag. Hann vonast til að hægt verði að setja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins. Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandsins fer fram í 35 köflum. Þeir eru misþungir, en Íslendingar hafa meira og minna innleitt tuttugu og þrjá þeirra með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Utanríkisráðherra vill að viðræður um helming kaflanna hefjist á næstu sex mánuðum undir forsæti Pólverja hjá sambandinu og um þá kafla sem eftir standa í forsætistíð Dana sem hefst um áramótin næstu. Ertu að gera þér vonir um það að sú ríkisstjórn sem nú situr geti sent þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en kjörtímabilinu lýkur? „Þessi ríkisstjórn mun náttúrulega sitja svo lengi þannig að ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði undir sem þjóðaratkvæðagreiðslan verður. En ég þori ekkert að segja um það hvenær hún fer fram en ég vildi að hún yrði fyrir kosningar. Og það er þess vegna sem ég hef verið að leggja áherslu á það við ESB á þessum fundi að við hröðum ferlinu,“ segir Össur. Og að sem fyrst verði byrjað að ræða erfiðistu kaflana um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. „Því að hraðinn og lokapunkturinn mun helgast af niðurstöðum þar, í þeim tveimur.“ Það spurðist út af ríkjaráðstefnunni í Brussel á mánudag að utanríkisráðherra hefði leitað í smiðju sönggyðjunnar Tinu Turner í málflutningi sínum. „Já, ég var að segja að þeir hegðu margoft komið í heimsókn til Íslands og þeir hefðu séð hið íslenska líf og það væri „nice - not always easy“ sagði ég. Svo vísaði ég til þess að frá því þeir komu fyrst hafi orðið þrjú eldgos þannig það mætti kannski lýsa hinu íslenska lífi með orðum Tinu Turner; Nice and rough,“ segir Össur að lokum. Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Utanríkisráðherra greip til heimspeki Tinu Turner þegar hann flutti mál Íslands á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins á mánudag. Hann vonast til að hægt verði að setja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins. Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandsins fer fram í 35 köflum. Þeir eru misþungir, en Íslendingar hafa meira og minna innleitt tuttugu og þrjá þeirra með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Utanríkisráðherra vill að viðræður um helming kaflanna hefjist á næstu sex mánuðum undir forsæti Pólverja hjá sambandinu og um þá kafla sem eftir standa í forsætistíð Dana sem hefst um áramótin næstu. Ertu að gera þér vonir um það að sú ríkisstjórn sem nú situr geti sent þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en kjörtímabilinu lýkur? „Þessi ríkisstjórn mun náttúrulega sitja svo lengi þannig að ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði undir sem þjóðaratkvæðagreiðslan verður. En ég þori ekkert að segja um það hvenær hún fer fram en ég vildi að hún yrði fyrir kosningar. Og það er þess vegna sem ég hef verið að leggja áherslu á það við ESB á þessum fundi að við hröðum ferlinu,“ segir Össur. Og að sem fyrst verði byrjað að ræða erfiðistu kaflana um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. „Því að hraðinn og lokapunkturinn mun helgast af niðurstöðum þar, í þeim tveimur.“ Það spurðist út af ríkjaráðstefnunni í Brussel á mánudag að utanríkisráðherra hefði leitað í smiðju sönggyðjunnar Tinu Turner í málflutningi sínum. „Já, ég var að segja að þeir hegðu margoft komið í heimsókn til Íslands og þeir hefðu séð hið íslenska líf og það væri „nice - not always easy“ sagði ég. Svo vísaði ég til þess að frá því þeir komu fyrst hafi orðið þrjú eldgos þannig það mætti kannski lýsa hinu íslenska lífi með orðum Tinu Turner; Nice and rough,“ segir Össur að lokum.
Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira