Össur ánægður með ákvörðunina 14. janúar 2013 10:48 Össur Skarphéðinsson. „Ég er ánægður með ákvörðunina sem við tókum, sem er að hægja á aðildarferlinu," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um samkomulag stjórnarflokkanna að hægja verulega á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Spurður hvort þarna sé ekki hreinlega verið að setja aðildarumræðurnar á ís fram að kosningum svarar Össur neitandi; „Þetta felur í sér að vinna í fjórum köflum verður lögð til hliðar fram til kosninga, en áfram verður unnið að þeim köflum sem búið er að opna, og samningamenn munu sinna þeim áfram," segir Össur. Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í dag þar sem rætt var um fyrirkomulag aðildarviðræðna við Evrópusambandið fram yfir kosningar. Fundað var um málið á milli ráðherra og í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það var áramótaávarp Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, á vef flokksins, sem vakti titring hjá Samfylkingunni, og úr varð að samkomulag náðist um að hægja með þessum hætti á ferlinu. Össur áréttar að þetta sé ekki hlé, „og þarna er verið að standa við fyrri fyrirheit," segir Össur um þetta helsta stefnumál Samfylkingarinnar. Það hefur þó ekki farið framhjá neinum að málið hefur reynst ríkisstjórninni þungt, og grasrót Vinstri grænna hefur verið afar óánægð með þessa vegferð. „Þetta hefur engin áhrif á samstarfið," segir Össur um afleiðingar þessarar ákvörðunar. „Og svo ég bæti við," segir Össur, „með þessu erum við að standa með lýðræðislegu ferli í málinu, því þessi ákvörðun gefur næstu ríkisstjórn tækifæri til þess að setja sitt mark á þessa kafla." Þess má geta að kaflarnir fjórir sem verða ekki opnaðir á þessari kjörtímabili eru þeir sem varða landbúnað og sjávarútveg og fjárfestingar þeim tengdum. Össur mun nú upplýsa framkvæmdastjórn ESB og formennskuríkið Írland með viðeigandi hætti um þennan umbúnað viðræðnanna. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
„Ég er ánægður með ákvörðunina sem við tókum, sem er að hægja á aðildarferlinu," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um samkomulag stjórnarflokkanna að hægja verulega á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Spurður hvort þarna sé ekki hreinlega verið að setja aðildarumræðurnar á ís fram að kosningum svarar Össur neitandi; „Þetta felur í sér að vinna í fjórum köflum verður lögð til hliðar fram til kosninga, en áfram verður unnið að þeim köflum sem búið er að opna, og samningamenn munu sinna þeim áfram," segir Össur. Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í dag þar sem rætt var um fyrirkomulag aðildarviðræðna við Evrópusambandið fram yfir kosningar. Fundað var um málið á milli ráðherra og í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það var áramótaávarp Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, á vef flokksins, sem vakti titring hjá Samfylkingunni, og úr varð að samkomulag náðist um að hægja með þessum hætti á ferlinu. Össur áréttar að þetta sé ekki hlé, „og þarna er verið að standa við fyrri fyrirheit," segir Össur um þetta helsta stefnumál Samfylkingarinnar. Það hefur þó ekki farið framhjá neinum að málið hefur reynst ríkisstjórninni þungt, og grasrót Vinstri grænna hefur verið afar óánægð með þessa vegferð. „Þetta hefur engin áhrif á samstarfið," segir Össur um afleiðingar þessarar ákvörðunar. „Og svo ég bæti við," segir Össur, „með þessu erum við að standa með lýðræðislegu ferli í málinu, því þessi ákvörðun gefur næstu ríkisstjórn tækifæri til þess að setja sitt mark á þessa kafla." Þess má geta að kaflarnir fjórir sem verða ekki opnaðir á þessari kjörtímabili eru þeir sem varða landbúnað og sjávarútveg og fjárfestingar þeim tengdum. Össur mun nú upplýsa framkvæmdastjórn ESB og formennskuríkið Írland með viðeigandi hætti um þennan umbúnað viðræðnanna.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira