Innlent

Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þingkonurnar vilja ræða hver viðbrögð íslenskra yfirvalda eigi að vera við tilskipun Trump.
Þingkonurnar vilja ræða hver viðbrögð íslenskra yfirvalda eigi að vera við tilskipun Trump. vísir/ernir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri-grænna og fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis, hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingkonunum.

Tilskipun Trump, kveður á um að ríkisborgarar Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens geti ekki ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði, óháð dvalar- og landvistarleyfi.

Ákvörðunin skapaði gífurlega ringulreið á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin, en fjölda fólks var meinuð innganga í landið og þá úrskurðaði alríkisdómari í nótt að bandarískum stjórnvöldum væri óheimilt að flytja af landi brott aðila sem þegar væru komnir til landsins.

Í tilkynningu þingkvennanna segir að ósk um fundinn með utanríkisráðherra sé til að ræða viðbrögð annarra ríkja við fyrirskipuninni og ekki síst hver viðbrögð íslenskra stjórnvalda verði, bæði út frá samskiptum þjóðanna og mannréttindasjónarmiðum, sem og hagsmunum er tengjast flugsamgöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×