Ósanngjörn skattheimta í nafni umhverfisverndar Bryndís Loftsdóttir skrifar 8. september 2016 07:00 Vörugjöld af bifreiðum eru í dag breytileg eftir skráðri losun koltvísýrings og eru á bilinu 10-65%. Þessu til viðbótar er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á reiknað vörugjald þegar söluverð ökutækisins er reiknað út.Ríkið leggur 80% skatt á algenga stærð Dæmi: Stór fjölskyldubíll er fluttur til landsins. Innkaupsverð og flutningskostnaður eru samanlagt 4,5 milljónir. Bíllinn lendir í vörugjaldsflokki D, sem er 45%. Ríkið innheimtir 2.025.000 krónur í formi vörugjalds auk 486.000 kr. virðisaukaskatts sem lagður er á vörugjaldið sem samanlagt verður því um 2,5 milljónir. Virðisaukaskattur leggst einnig á verðmæti bifreiðarinnar. Þannig tekst ríkissjóði að innheimta ríflega 3,5 milljónir af kaupanda bifreiðar sem kostaði 4,5 milljónir þegar henni var skipað í land, það jafngildir rétt um 80% heildarskattheimtu. Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir álagningu umboðs eða annars innflutningsaðila. Eigandi bifreiðarinnar er ekki þar með laus undan álögum ríkisins, þessu til viðbótar greiðir hann tvisvar á ári bifreiðagjald auk eldsneytisgjalda sem renna beint til ríkissjóðs. Eldsneytisgjaldinu til varnar þá er það mun réttlátari leið til þess að sporna við mengun þar sem skattlagt er í beinu hlutfalli við notkun og losun koltvísýrings.Þungar álögur á stórar fjölskyldur Auðvitað eigum við sem þjóð að vera samtaka í að draga úr mengun. En fólk kaupir stærri bifreiðar af nauðsyn frekar en einbeittri löngun til mengunar. Við verðum að sýna því skilning að hér á landi býr fólk sums staðar við afleitar vegasamgöngur. Eyðslugrannir smábílar henta illa á vestfirskum fjallvegum og ósanngjarnt að skattleggja fólk sérstaklega fyrir að kaupa bifreið sem hentar umhverfi þess. Fjölmargar starfsstéttir þurfa einnig að komast til vinnu sinnar, hvernig sem viðrar. Þegar almenningssamgöngur liggja niðri og snjómoksturstæki hafa ekki undan, rýkur heilbrigðisstarfsfólk ekki á vakt á smábílum. Þá er fjölskyldusamsetning fjölbreytt hér á landi og fjöldi barna á heimilum stundum töluvert hærri en meðaltöl segja til um, jafnvel þótt það eigi bara við um aðra hverja viku. Rekstur smábíls getur varla talist umhverfisvænn ef fara þarf tvær ferðir til að koma öllum á áfangastað. Þegar fjórða barninu er fagnað er stuðningur ríkissjóðs í formi aukinnar skattheimtu. Nema foreldrar bregði á skilnað til þess eins að geta komið öllum fjölskyldumeðlimum í 5 manna smábíl.Stærri ökutæki bera aðeins 0-13% vörugjald Ef ekki er grundvöllur til að afnema vörugjöld á bifreiðum með öllu er að minnsta kosti tímabært að endurskoða álagningarprósenturnar með aukinn jöfnuð og sanngirni í huga. Ekki síst þegar upplýst er að flest ökutæki, sem eru meira en 5 tonn að heildarþyngd, eru ýmist alveg undanþegin vörugjaldi eða bera aðeins 13% vörugjald, óháð útblæstri. Með 13% vörugjaldi líkt og til dæmis lagt er á sendibifreiðar, væri bíllinn í dæminu hér að ofan á 6,3 milljónir í stað 8 milljóna og heildarskattlagning ríkisins færi úr 80% í 40%. Það hljómar betur í mínum eyrum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vörugjöld af bifreiðum eru í dag breytileg eftir skráðri losun koltvísýrings og eru á bilinu 10-65%. Þessu til viðbótar er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á reiknað vörugjald þegar söluverð ökutækisins er reiknað út.Ríkið leggur 80% skatt á algenga stærð Dæmi: Stór fjölskyldubíll er fluttur til landsins. Innkaupsverð og flutningskostnaður eru samanlagt 4,5 milljónir. Bíllinn lendir í vörugjaldsflokki D, sem er 45%. Ríkið innheimtir 2.025.000 krónur í formi vörugjalds auk 486.000 kr. virðisaukaskatts sem lagður er á vörugjaldið sem samanlagt verður því um 2,5 milljónir. Virðisaukaskattur leggst einnig á verðmæti bifreiðarinnar. Þannig tekst ríkissjóði að innheimta ríflega 3,5 milljónir af kaupanda bifreiðar sem kostaði 4,5 milljónir þegar henni var skipað í land, það jafngildir rétt um 80% heildarskattheimtu. Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir álagningu umboðs eða annars innflutningsaðila. Eigandi bifreiðarinnar er ekki þar með laus undan álögum ríkisins, þessu til viðbótar greiðir hann tvisvar á ári bifreiðagjald auk eldsneytisgjalda sem renna beint til ríkissjóðs. Eldsneytisgjaldinu til varnar þá er það mun réttlátari leið til þess að sporna við mengun þar sem skattlagt er í beinu hlutfalli við notkun og losun koltvísýrings.Þungar álögur á stórar fjölskyldur Auðvitað eigum við sem þjóð að vera samtaka í að draga úr mengun. En fólk kaupir stærri bifreiðar af nauðsyn frekar en einbeittri löngun til mengunar. Við verðum að sýna því skilning að hér á landi býr fólk sums staðar við afleitar vegasamgöngur. Eyðslugrannir smábílar henta illa á vestfirskum fjallvegum og ósanngjarnt að skattleggja fólk sérstaklega fyrir að kaupa bifreið sem hentar umhverfi þess. Fjölmargar starfsstéttir þurfa einnig að komast til vinnu sinnar, hvernig sem viðrar. Þegar almenningssamgöngur liggja niðri og snjómoksturstæki hafa ekki undan, rýkur heilbrigðisstarfsfólk ekki á vakt á smábílum. Þá er fjölskyldusamsetning fjölbreytt hér á landi og fjöldi barna á heimilum stundum töluvert hærri en meðaltöl segja til um, jafnvel þótt það eigi bara við um aðra hverja viku. Rekstur smábíls getur varla talist umhverfisvænn ef fara þarf tvær ferðir til að koma öllum á áfangastað. Þegar fjórða barninu er fagnað er stuðningur ríkissjóðs í formi aukinnar skattheimtu. Nema foreldrar bregði á skilnað til þess eins að geta komið öllum fjölskyldumeðlimum í 5 manna smábíl.Stærri ökutæki bera aðeins 0-13% vörugjald Ef ekki er grundvöllur til að afnema vörugjöld á bifreiðum með öllu er að minnsta kosti tímabært að endurskoða álagningarprósenturnar með aukinn jöfnuð og sanngirni í huga. Ekki síst þegar upplýst er að flest ökutæki, sem eru meira en 5 tonn að heildarþyngd, eru ýmist alveg undanþegin vörugjaldi eða bera aðeins 13% vörugjald, óháð útblæstri. Með 13% vörugjaldi líkt og til dæmis lagt er á sendibifreiðar, væri bíllinn í dæminu hér að ofan á 6,3 milljónir í stað 8 milljóna og heildarskattlagning ríkisins færi úr 80% í 40%. Það hljómar betur í mínum eyrum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun