Ósanngjörn skattheimta í nafni umhverfisverndar Bryndís Loftsdóttir skrifar 8. september 2016 07:00 Vörugjöld af bifreiðum eru í dag breytileg eftir skráðri losun koltvísýrings og eru á bilinu 10-65%. Þessu til viðbótar er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á reiknað vörugjald þegar söluverð ökutækisins er reiknað út.Ríkið leggur 80% skatt á algenga stærð Dæmi: Stór fjölskyldubíll er fluttur til landsins. Innkaupsverð og flutningskostnaður eru samanlagt 4,5 milljónir. Bíllinn lendir í vörugjaldsflokki D, sem er 45%. Ríkið innheimtir 2.025.000 krónur í formi vörugjalds auk 486.000 kr. virðisaukaskatts sem lagður er á vörugjaldið sem samanlagt verður því um 2,5 milljónir. Virðisaukaskattur leggst einnig á verðmæti bifreiðarinnar. Þannig tekst ríkissjóði að innheimta ríflega 3,5 milljónir af kaupanda bifreiðar sem kostaði 4,5 milljónir þegar henni var skipað í land, það jafngildir rétt um 80% heildarskattheimtu. Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir álagningu umboðs eða annars innflutningsaðila. Eigandi bifreiðarinnar er ekki þar með laus undan álögum ríkisins, þessu til viðbótar greiðir hann tvisvar á ári bifreiðagjald auk eldsneytisgjalda sem renna beint til ríkissjóðs. Eldsneytisgjaldinu til varnar þá er það mun réttlátari leið til þess að sporna við mengun þar sem skattlagt er í beinu hlutfalli við notkun og losun koltvísýrings.Þungar álögur á stórar fjölskyldur Auðvitað eigum við sem þjóð að vera samtaka í að draga úr mengun. En fólk kaupir stærri bifreiðar af nauðsyn frekar en einbeittri löngun til mengunar. Við verðum að sýna því skilning að hér á landi býr fólk sums staðar við afleitar vegasamgöngur. Eyðslugrannir smábílar henta illa á vestfirskum fjallvegum og ósanngjarnt að skattleggja fólk sérstaklega fyrir að kaupa bifreið sem hentar umhverfi þess. Fjölmargar starfsstéttir þurfa einnig að komast til vinnu sinnar, hvernig sem viðrar. Þegar almenningssamgöngur liggja niðri og snjómoksturstæki hafa ekki undan, rýkur heilbrigðisstarfsfólk ekki á vakt á smábílum. Þá er fjölskyldusamsetning fjölbreytt hér á landi og fjöldi barna á heimilum stundum töluvert hærri en meðaltöl segja til um, jafnvel þótt það eigi bara við um aðra hverja viku. Rekstur smábíls getur varla talist umhverfisvænn ef fara þarf tvær ferðir til að koma öllum á áfangastað. Þegar fjórða barninu er fagnað er stuðningur ríkissjóðs í formi aukinnar skattheimtu. Nema foreldrar bregði á skilnað til þess eins að geta komið öllum fjölskyldumeðlimum í 5 manna smábíl.Stærri ökutæki bera aðeins 0-13% vörugjald Ef ekki er grundvöllur til að afnema vörugjöld á bifreiðum með öllu er að minnsta kosti tímabært að endurskoða álagningarprósenturnar með aukinn jöfnuð og sanngirni í huga. Ekki síst þegar upplýst er að flest ökutæki, sem eru meira en 5 tonn að heildarþyngd, eru ýmist alveg undanþegin vörugjaldi eða bera aðeins 13% vörugjald, óháð útblæstri. Með 13% vörugjaldi líkt og til dæmis lagt er á sendibifreiðar, væri bíllinn í dæminu hér að ofan á 6,3 milljónir í stað 8 milljóna og heildarskattlagning ríkisins færi úr 80% í 40%. Það hljómar betur í mínum eyrum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Vörugjöld af bifreiðum eru í dag breytileg eftir skráðri losun koltvísýrings og eru á bilinu 10-65%. Þessu til viðbótar er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á reiknað vörugjald þegar söluverð ökutækisins er reiknað út.Ríkið leggur 80% skatt á algenga stærð Dæmi: Stór fjölskyldubíll er fluttur til landsins. Innkaupsverð og flutningskostnaður eru samanlagt 4,5 milljónir. Bíllinn lendir í vörugjaldsflokki D, sem er 45%. Ríkið innheimtir 2.025.000 krónur í formi vörugjalds auk 486.000 kr. virðisaukaskatts sem lagður er á vörugjaldið sem samanlagt verður því um 2,5 milljónir. Virðisaukaskattur leggst einnig á verðmæti bifreiðarinnar. Þannig tekst ríkissjóði að innheimta ríflega 3,5 milljónir af kaupanda bifreiðar sem kostaði 4,5 milljónir þegar henni var skipað í land, það jafngildir rétt um 80% heildarskattheimtu. Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir álagningu umboðs eða annars innflutningsaðila. Eigandi bifreiðarinnar er ekki þar með laus undan álögum ríkisins, þessu til viðbótar greiðir hann tvisvar á ári bifreiðagjald auk eldsneytisgjalda sem renna beint til ríkissjóðs. Eldsneytisgjaldinu til varnar þá er það mun réttlátari leið til þess að sporna við mengun þar sem skattlagt er í beinu hlutfalli við notkun og losun koltvísýrings.Þungar álögur á stórar fjölskyldur Auðvitað eigum við sem þjóð að vera samtaka í að draga úr mengun. En fólk kaupir stærri bifreiðar af nauðsyn frekar en einbeittri löngun til mengunar. Við verðum að sýna því skilning að hér á landi býr fólk sums staðar við afleitar vegasamgöngur. Eyðslugrannir smábílar henta illa á vestfirskum fjallvegum og ósanngjarnt að skattleggja fólk sérstaklega fyrir að kaupa bifreið sem hentar umhverfi þess. Fjölmargar starfsstéttir þurfa einnig að komast til vinnu sinnar, hvernig sem viðrar. Þegar almenningssamgöngur liggja niðri og snjómoksturstæki hafa ekki undan, rýkur heilbrigðisstarfsfólk ekki á vakt á smábílum. Þá er fjölskyldusamsetning fjölbreytt hér á landi og fjöldi barna á heimilum stundum töluvert hærri en meðaltöl segja til um, jafnvel þótt það eigi bara við um aðra hverja viku. Rekstur smábíls getur varla talist umhverfisvænn ef fara þarf tvær ferðir til að koma öllum á áfangastað. Þegar fjórða barninu er fagnað er stuðningur ríkissjóðs í formi aukinnar skattheimtu. Nema foreldrar bregði á skilnað til þess eins að geta komið öllum fjölskyldumeðlimum í 5 manna smábíl.Stærri ökutæki bera aðeins 0-13% vörugjald Ef ekki er grundvöllur til að afnema vörugjöld á bifreiðum með öllu er að minnsta kosti tímabært að endurskoða álagningarprósenturnar með aukinn jöfnuð og sanngirni í huga. Ekki síst þegar upplýst er að flest ökutæki, sem eru meira en 5 tonn að heildarþyngd, eru ýmist alveg undanþegin vörugjaldi eða bera aðeins 13% vörugjald, óháð útblæstri. Með 13% vörugjaldi líkt og til dæmis lagt er á sendibifreiðar, væri bíllinn í dæminu hér að ofan á 6,3 milljónir í stað 8 milljóna og heildarskattlagning ríkisins færi úr 80% í 40%. Það hljómar betur í mínum eyrum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun