Öryrkjum fjölgar í kreppunni 26. mars 2009 18:50 Öryrkjum hefur farið fjölgandi í kreppunni og finna starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins greinilega fyrir auknu álagi. Allt er reynt til að koma í veg fyrir að fólk festist í gildru varanlegrar örorku, segir forstjóri stofnunarinnar. Kenningar fræðimanna, spár og reynsla annarra þjóða sýna að öryrkjum fjölgar þegar harðnar á dalnum og atvinnuleysti eykst. „Við sjáum merki þess nú þegar að það stefni í þá átt," segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Tryggingastofnun ríkisins gerir mánaðarlegar mælingar á fjölda einstaklinga með örorkumat, en nú hefur orðið sýnleg breyting. Fjölgun sást fyrst í nóvember og svo aftur nú í febrúar. „Við erum að greina þessi gögn núna og bera saman við atvinnuleysistölur til að reyna að sjá hvað býr að baki þessu. En í rauninni kemur þetta ekki á óvart," segir Sigríður Lillý. Mikil fylgni er milli atvinnuleysis og fjölgunar öryrkja og eru einkum tvær skýringar á því. Í fyrsta lagi missa þeir vinnuna fyrr en aðrir sem standa höllum fæti á vinnumarkaði þegar niðursveifla verður í efnahagslífinu. „Og svo líka hitt að atvinnuleysi getur leitt til örorku. Atvinnumissir er mikið sjokk fyrir fólk og ýmislegt sem fylgir atvinnuleysi og standa utan við vinnumarkaðinn geta leitt til ástands, veikinda, sem að endingu leiðir til örorku," segir Sigríður Lillý. Mikil hætta er á að fólk festist í gildru varanlegrar örorku og komist ekki aftur á vinnumarkað þegar aðstæður batna. Til að koma í veg fyrir það er ráðuneyti félags- og tryggingamála að skoða hvernig unnt er að auka virkni þess hóps sem nú er að koma nýr inn til Tryggingastofnunar, enda er málið talið grafalvarlegt. „Já, mjög alvarlegt og ef við lítum til reynslu annarra er það eitthvað sem við viljum ekki að gerist hér," segir Sigríður Lillý. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Öryrkjum hefur farið fjölgandi í kreppunni og finna starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins greinilega fyrir auknu álagi. Allt er reynt til að koma í veg fyrir að fólk festist í gildru varanlegrar örorku, segir forstjóri stofnunarinnar. Kenningar fræðimanna, spár og reynsla annarra þjóða sýna að öryrkjum fjölgar þegar harðnar á dalnum og atvinnuleysti eykst. „Við sjáum merki þess nú þegar að það stefni í þá átt," segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Tryggingastofnun ríkisins gerir mánaðarlegar mælingar á fjölda einstaklinga með örorkumat, en nú hefur orðið sýnleg breyting. Fjölgun sást fyrst í nóvember og svo aftur nú í febrúar. „Við erum að greina þessi gögn núna og bera saman við atvinnuleysistölur til að reyna að sjá hvað býr að baki þessu. En í rauninni kemur þetta ekki á óvart," segir Sigríður Lillý. Mikil fylgni er milli atvinnuleysis og fjölgunar öryrkja og eru einkum tvær skýringar á því. Í fyrsta lagi missa þeir vinnuna fyrr en aðrir sem standa höllum fæti á vinnumarkaði þegar niðursveifla verður í efnahagslífinu. „Og svo líka hitt að atvinnuleysi getur leitt til örorku. Atvinnumissir er mikið sjokk fyrir fólk og ýmislegt sem fylgir atvinnuleysi og standa utan við vinnumarkaðinn geta leitt til ástands, veikinda, sem að endingu leiðir til örorku," segir Sigríður Lillý. Mikil hætta er á að fólk festist í gildru varanlegrar örorku og komist ekki aftur á vinnumarkað þegar aðstæður batna. Til að koma í veg fyrir það er ráðuneyti félags- og tryggingamála að skoða hvernig unnt er að auka virkni þess hóps sem nú er að koma nýr inn til Tryggingastofnunar, enda er málið talið grafalvarlegt. „Já, mjög alvarlegt og ef við lítum til reynslu annarra er það eitthvað sem við viljum ekki að gerist hér," segir Sigríður Lillý.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira