Innlent

Öryggi sjúklinga ávallt mikilvægasta verkefnið

Mynd/Anton Brink
Árið 2010 létust jafnmargir á Landspítala og árið 2007 eða 497. Enginn marktækur munur er á meðaltali undanfarinna fjögurra ára hvað þetta varðar, að sögn Björns Zoëga, forstjóri Landspítala.

„Samkvæmt þeim gögnum sem við notum hér á spítalanum, og þeim gögnum sem Landlæknisembættið fylgist reglulega með, verður ekki annað séð en vel hafi gengið þrátt fyrr þröngan stakk. Dauðsföll á sjúkrastofnunum eru eitt dæmi um slík gögn en þau hafa verið til umræðu í fjölmiðlum nýlega," segir Björn í pistli á heimasíðu spítalans.

Öryggi sjúklinga verður ávallt mikilvægasta verkefni spítalans, að sögn. Björns. „Aldrei er mikilvægara að halda því á lofti en þegar fjárframlög til starfseminnar eru skert."

Þá segir Björn: „Brýnt er að fjalla um gæða- og öryggismál sjúklinga á faglegan hátt og sem mest út frá gögnum en forðast upphlaup sem hræða sjúklinga, svekkja starfsfólk og eru umfram allt algerlega gagnslaus."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×