Innlent

Örvar: Ég hef í engin hús að venda

Karen Kjartansdóttir skrifar

Maður um þrítugt sem býr á götunni gekk berserksgang hjá Félagsmálastofnun í Reykjavík í dag þegar honum var tilkynnt að dragast myndi að greiða honum húsnæðisstyrk.

Hann olli töluverðum eignaskemmdum og slasaði konu en iðrast gjörða sinna.

Maðurinn segir tildrög málsins hafa verið þau að hann hafi verið búinn að fá vilyrði fyrir greiðslu frá Félagsmálastofnun sem átti að duga fyrir húsaleigu á herbergi sem hann hafði orðið sér úti um eftir að hafa verið í tvo mánuði á götunni. Honum var hins vegar tilkynnt í dag að útborgunin myndi tefjast fram yfir helgi.

Maðurinn hafði sjálfur samband við fréttastofu skömmu eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu því hann vildi fá að skýra mál sitt og um leið biðja honum sem meiddist í atganginu afsökunar.

„Ég er edrú og ekki í neyslu. Ég hef í engin hús að venda," sagði Örvar sem braut meðal annars rúðu hjá Félagsmálastofnun.

„Ég fór þarna eftir að ég talaði við félagsráðgjafann og fengið milljón sorrí," sagði Örvar sem brast í grát í miðju viðtalinu.

Forstöðumaður Þjónustumiðsöðvarinnar vildi ekki tjá sig við fréttamann. Lögreglan segir að hann verði kærður fyrir eignaspöll. Sjálfur vissi Örvar ekkert hvert hann átti að fara þegar fréttastofa skildi við hann í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×