Innlent

Orsakasamhengi fundið milli astma og raka

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Astmi eykst þar sem rakaskemmdir eru. Rúður blotna gjarnan að innan þar sem raki er innanhúss.
Astmi eykst þar sem rakaskemmdir eru. Rúður blotna gjarnan að innan þar sem raki er innanhúss. NordicPhotos/Getty
Sýnt hefur verið fram á orsakasamhengi milli aukningar astma við raka og myglu.

„Tengslin eru sterkust við rakaskemmdir, sýnilegar skemmdir og lykt,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Húsi og heilsu sem gerir rannsóknir og veitir ráðgjöf varðandi innivist.

Sylgja er nýkomin af ráðstefnu þar sem þessar niðurstöður voru kynntar af Mark Mendell sem er virtur innan geirans.

„Orsakasamhengið finnst ekki með loftsýnatökum á gróum enda sýna þannig sýnatökur aðeins brot af því sem er í húsnæði þar sem er raki. Það þarf að huga að öðrum eiturefnum, afleiðiefnum og rykefnum,“ segir Sylgja. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×