Enski boltinn

Origi ekki til Liverpool í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Origi með Liverpool-treyjuna.
Origi með Liverpool-treyjuna. Vísir/Getty
Liverpool hefur neitað þeim orðrómi um að Divock Origi, lánsmaður Lille í Frakklandi frá Liverpool, muni snúa til baka úr láni í janúar og styrkja framlínu Liverpool.

Margar sögur hafa verið á reyki undanfarna daga og vikur að Origi muni koma í janúar og veita Mario Balotelli samkeppni um framherjastöðuna. Daniel Sturridge hefur verið mikið meiddur og það hefur heldur betur munað um minna.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði í síðasta mánuði að lánið væri hluti af kaupsamning mili liðanna sem var gerður í sumar. Liverpool, sem er stendur í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, neitaði svo sögusögnunum í dag og sagði að þessi 19 ára gamli framherji verði áfram í herbúðum Lille.

Origi hefur undanfarnar vikur gengið í gegnum eyðimerkurgöngu í markaskorun og var meðal annars baulað á hann í síðasta leik liðsins í Evrópukeppninni.

Liverpool mætir Arsenal í stórleik dagsins, en leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×