Innlent

Orðið „fáviti“ fellt úr hegningarlögum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frumvarpið er lagt fram sem hluti af undirbúningi fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Frumvarpið er lagt fram sem hluti af undirbúningi fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Vísir/GVA
Samkvæmt frumvarpi til laga um breytta hugtakanotkun verður orðið „fáviti“ fellt úr hegningarlögum. Orðið er að finna í 222. grein almennra hegningarlaga en samkvæmt frumvarpinu kemur „einstaklingi með þroskahömlun“ í staðinn.  

Í 222. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver, sem vísvitandi eða af gáleysi fær barni, yngra en 15 ára, geðveikum manni, fávita eða ölvuðum manni hættulega muni eða efni í hendur, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 3 mánuðum.“

Á vef innanríkisráðuneytisins segir að frumvarpið sé lagt fram sem hluti af undirbúningi fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Samkvæmt frumvarpinu er orðið „fatlaðir“, í hinum ýmsu beygingarmyndum, skipt út fyrir „fatlað fólk“. Þá er lagt til að orðin „einstaklingar með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu“ komi í stað orðanna „daufblindir einstaklingar“ og „daufblindir“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×