Innlent

Óráð að ljúka ekki aðildarviðræðum

Stjórnmál Breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan segir Íslendinga hafa lítið að sækja í Evrópusambandið. Hann telur jafnframt óráð að ljúka ekki aðildarviðræðunum sem hafnar eru. Hannan er staddur hér á landi og hélt erindi í gær á vegum Heimdallar.

Hannan þykir lýðræði ábótavant í sambandinu og hefur áhyggjur af því að sjávarútvegsstefna ESB henti ekki Íslendingum. „Ég á von á því að á einhverjum tímapunkti í samningsferlinu verði tilkynnt með mikilli viðhöfn að náðst hafi góð niðurstaða um sjávarútvegsmál. Líklega verður viðauka bætt við samninginn þar sem segir að Íslendingar haldi yfirráðum yfir hafsvæði sínu. Það mun hljóma eins og vandinn hafi verið leystur en reynsla annarra ríkja er sú að jafnvel slík yfirlýsing er lítils virði. Þegar spænskur sjómaður kærir hana til Evrópudómstólsins á grundvelli þess að hún brjóti í bága við sameiginlegu fiskveiðistefnuna mun Evrópudómstóllinn dæma sjómanninum í vil," sagði Hannan enn fremur en hann telur einu raunhæfu lausnina fyrir Ísland vera að fiskveiðistefnunni verði einfaldlega breytt.

Hannan telur óráð að draga aðildarumsóknina til baka eins og rætt hefur verið um. „Ég styð alltaf þjóðaratkvæðagreiðslur og mér sýnist að það séu gild rök til staðar á þá leið að verði ekki fenginn botn í málið þá muni það hafa slæm áhrif á viðskiptalífið, fjárfesta og aðra."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×