Innlent

Opnun flugvalla endurmetin eftir hádegi

Flugvöllurinn á Akureyri.
Flugvöllurinn á Akureyri.
Flugvellirnir í Reykjavík og Keflavík voru opnaðir á ný klukkan átta í morgun, en þeim var lokað í gærkvöldi vegna ösku í háloftunum.

Fljótlega eftir það lögðu vélar af stað héðan og vélar eru farnar að koma að utan.

Akureyrar- og Ísafjarðarflugvöllum var líka lokað í gærkvöldi og eru enn lokaðir. Ný spá er væntanleg í hádeginu og þá verður staðan endurmetin.

Ísafjarðarflugvöllur var einnig lokaður í gær og er enn. Ástæðan er aska sem berst í háloftunum sem hefur borist til Grænlands og svo blásið til baka.

Hennar verður lítið sem ekkert vart frá jörðu séð, en góðar horfur eru á að völlurinn verði opnaður eftir hádegi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×