Erlent

Ópíum framleiðsla í Afganistan upp um 43 prósent

Samúel Karl Ólason skrifar
Bændur að störfum við ópíumrækt í Afganistan.
Bændur að störfum við ópíumrækt í Afganistan. Vísir/EPA

Ræktun ópíum í hefur aukist um nærri því helming á milli ára í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja aukninguna vera um 43 prósent en að mestu má rekja hana til mun betri ræktunarskilyrða en á síðasta ári. Afganistan er stærsti ræktandi ópíum á heimsvísu.

Talibanar hafa verulegar tekjur af því að skattleggja ræktunina á yfirráðasvæðum sínum. Yfirráðasvæði þeirra hefur stækkað í landinu á árinu og er ópíum nú ræktað á um 201 þúsund hekturum þar í landi.

Þrátt fyrir að ræktunin sé ólögleg þar í landi er um verulegar tekjur að ræða fyrir fátæka bændur. Ópíum er notað til framleiðslu sterkra verkjarlyfja eins og morfíns. Ópíumið sem er ræktað í Afganistan er þó að mestum hluta notað til framleiðslu ólöglegra fíkniefna.

Samkvæmt BBC eru yfirvöld Afganistan meðvituð um umfang ræktunarinnar en láta hana að mestu leyti vera. Einungis 355 hektarar af ópíumökrum var eytt í Afganistan í fyrra og er það rúmlega 90 prósentum minna en árinu áður.

Helsta svæðið þar sem ópíum er ræktað í landinu er Helmandhérað. Þar hafa Talibanar staðið í hörðum bardögum við öryggissveitir og lagt undir sig stærra svæði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×