Opið bréf til innanríkisráðherra Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 4. mars 2014 06:00 Sæl, Hanna Birna. Ég fylgdist með þér á Alþingi fimmtudaginn 13. febrúar sl. þar sem ræddar voru almenningssamgöngur og þá sérstaklega staða þeirra á Suðurnesjum. Það vill þannig til að ég hef fylgst vel með þessu máli, ég sit í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sem er með samning við Vegagerðina um að sjá um almenningssamgöngur á Suðurnesjum. Í kjölfar umræðunnar sat ég eftir með nokkrar spurningar sem mig langar til að fá svör við. Það kemur kannski ekki á óvart því þrátt fyrir orð þín á þingi um að fundarhöldin milli ráðuneytisins og SSS síðasta sumar hafi verið löng og ströng þá funduðum við bara einu sinni um þessi mál.Snúið út úr áliti Í ræðu þinni kom fram að þú teldir leiðina Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Reykjavík ekki geta verið hluta af almenningssamgöngukerfinu þar sem það væri andstætt lögum en þú nefndir aldrei andstætt hvaða lögum. Nú grunar mig að þú vísir í álit Samkeppniseftirlitsins. Það er samt þannig að Samkeppniseftirlitið getur aðeins metið hvort samkeppnislög eru brotin. Álit Samkeppniseftirlitsins var að fyrirkomulagið á akstursleiðinni hindraði samkeppni, engu að síður væri það ekki brot á samkeppnislögum þar sem þetta væru sérlög og því eiga samkeppnislögin ekki við. Samkeppniseftirlitið beindi því til ráðherra að breyta lögunum. Álit Samkeppniseftirlitsins væri það sama ef fyrirspurn myndi koma um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi enda hamlar sérleyfi ríkissins á þeim markaði samkeppni. Það þýðir samt ekki að framkvæmd áfengissölu á Íslandi sé ólögmæt. Í bréfi Vegagerðarinnar til SSS er vísað í að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið vera ólögmætt. Ég hef afrit af þessum bréfaskriftum. Þar kemur fram að EFTA hafi ætlað sér að skoða málið en innanríkisráðuneytið svarað á þá leið að lögunum yrði breytt. Því þyrfti ekki að skoða fyrirkomulagið og málinu var þá lokið. Það er því ekki hægt að halda því fram að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið ólögmætt enda engin formleg niðurstaða heldur aðeins upphaf að athugun og bréfaskipti þar sem aldrei komu fram allar staðreyndir málsins.Hvaða lög er verið að brjóta? Þú hélst því einnig fram að þú teldir að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og sumir þingmenn væru að biðja þig um að brjóta lög. Ég ber mikla virðingu fyrir lögum og ég vil alls ekki biðja ráðherra um að brjóta lög. Því þætti mér vænt um ef þú gætir upplýst mig, og aðra sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, hvaða lög erum við að biðja þig um að brjóta? Við höfum lagt fram ítarlega greinargerð um lög og dómafordæmi er segja að þetta fyrirkomulag sé löglegt. Við höfum samt aldrei fengið neitt frá þér sem hrekur þá greinargerð né upplýsingar um það gegn hvaða lögum fyrirkomulagið brýtur. Ég bið þig um að útskýra fyrir okkur hérna megin við Reykjanesbrautina hvaða lög sérfræðingarnir í ráðuneytinu segja að Suðurnesjamenn séu að brjóta. Þannig virka nefnilega samræður milli aðila, einn leggur fram sín rök og síðan kemur hinn aðilinn með mótrök. Þetta er mjög svipað samræðustjórnmálum sem þú talaðir mikið um þegar þú varst í borgarstjórn. Ég er nokkuð viss um að slík aðferðafræði getur komið sér vel í innanríkisráðuneytinu. Með vinsemd og virðingu í von um svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Sæl, Hanna Birna. Ég fylgdist með þér á Alþingi fimmtudaginn 13. febrúar sl. þar sem ræddar voru almenningssamgöngur og þá sérstaklega staða þeirra á Suðurnesjum. Það vill þannig til að ég hef fylgst vel með þessu máli, ég sit í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sem er með samning við Vegagerðina um að sjá um almenningssamgöngur á Suðurnesjum. Í kjölfar umræðunnar sat ég eftir með nokkrar spurningar sem mig langar til að fá svör við. Það kemur kannski ekki á óvart því þrátt fyrir orð þín á þingi um að fundarhöldin milli ráðuneytisins og SSS síðasta sumar hafi verið löng og ströng þá funduðum við bara einu sinni um þessi mál.Snúið út úr áliti Í ræðu þinni kom fram að þú teldir leiðina Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Reykjavík ekki geta verið hluta af almenningssamgöngukerfinu þar sem það væri andstætt lögum en þú nefndir aldrei andstætt hvaða lögum. Nú grunar mig að þú vísir í álit Samkeppniseftirlitsins. Það er samt þannig að Samkeppniseftirlitið getur aðeins metið hvort samkeppnislög eru brotin. Álit Samkeppniseftirlitsins var að fyrirkomulagið á akstursleiðinni hindraði samkeppni, engu að síður væri það ekki brot á samkeppnislögum þar sem þetta væru sérlög og því eiga samkeppnislögin ekki við. Samkeppniseftirlitið beindi því til ráðherra að breyta lögunum. Álit Samkeppniseftirlitsins væri það sama ef fyrirspurn myndi koma um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi enda hamlar sérleyfi ríkissins á þeim markaði samkeppni. Það þýðir samt ekki að framkvæmd áfengissölu á Íslandi sé ólögmæt. Í bréfi Vegagerðarinnar til SSS er vísað í að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið vera ólögmætt. Ég hef afrit af þessum bréfaskriftum. Þar kemur fram að EFTA hafi ætlað sér að skoða málið en innanríkisráðuneytið svarað á þá leið að lögunum yrði breytt. Því þyrfti ekki að skoða fyrirkomulagið og málinu var þá lokið. Það er því ekki hægt að halda því fram að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið ólögmætt enda engin formleg niðurstaða heldur aðeins upphaf að athugun og bréfaskipti þar sem aldrei komu fram allar staðreyndir málsins.Hvaða lög er verið að brjóta? Þú hélst því einnig fram að þú teldir að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og sumir þingmenn væru að biðja þig um að brjóta lög. Ég ber mikla virðingu fyrir lögum og ég vil alls ekki biðja ráðherra um að brjóta lög. Því þætti mér vænt um ef þú gætir upplýst mig, og aðra sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, hvaða lög erum við að biðja þig um að brjóta? Við höfum lagt fram ítarlega greinargerð um lög og dómafordæmi er segja að þetta fyrirkomulag sé löglegt. Við höfum samt aldrei fengið neitt frá þér sem hrekur þá greinargerð né upplýsingar um það gegn hvaða lögum fyrirkomulagið brýtur. Ég bið þig um að útskýra fyrir okkur hérna megin við Reykjanesbrautina hvaða lög sérfræðingarnir í ráðuneytinu segja að Suðurnesjamenn séu að brjóta. Þannig virka nefnilega samræður milli aðila, einn leggur fram sín rök og síðan kemur hinn aðilinn með mótrök. Þetta er mjög svipað samræðustjórnmálum sem þú talaðir mikið um þegar þú varst í borgarstjórn. Ég er nokkuð viss um að slík aðferðafræði getur komið sér vel í innanríkisráðuneytinu. Með vinsemd og virðingu í von um svör.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun