Opið bréf til innanríkisráðherra Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 4. mars 2014 06:00 Sæl, Hanna Birna. Ég fylgdist með þér á Alþingi fimmtudaginn 13. febrúar sl. þar sem ræddar voru almenningssamgöngur og þá sérstaklega staða þeirra á Suðurnesjum. Það vill þannig til að ég hef fylgst vel með þessu máli, ég sit í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sem er með samning við Vegagerðina um að sjá um almenningssamgöngur á Suðurnesjum. Í kjölfar umræðunnar sat ég eftir með nokkrar spurningar sem mig langar til að fá svör við. Það kemur kannski ekki á óvart því þrátt fyrir orð þín á þingi um að fundarhöldin milli ráðuneytisins og SSS síðasta sumar hafi verið löng og ströng þá funduðum við bara einu sinni um þessi mál.Snúið út úr áliti Í ræðu þinni kom fram að þú teldir leiðina Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Reykjavík ekki geta verið hluta af almenningssamgöngukerfinu þar sem það væri andstætt lögum en þú nefndir aldrei andstætt hvaða lögum. Nú grunar mig að þú vísir í álit Samkeppniseftirlitsins. Það er samt þannig að Samkeppniseftirlitið getur aðeins metið hvort samkeppnislög eru brotin. Álit Samkeppniseftirlitsins var að fyrirkomulagið á akstursleiðinni hindraði samkeppni, engu að síður væri það ekki brot á samkeppnislögum þar sem þetta væru sérlög og því eiga samkeppnislögin ekki við. Samkeppniseftirlitið beindi því til ráðherra að breyta lögunum. Álit Samkeppniseftirlitsins væri það sama ef fyrirspurn myndi koma um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi enda hamlar sérleyfi ríkissins á þeim markaði samkeppni. Það þýðir samt ekki að framkvæmd áfengissölu á Íslandi sé ólögmæt. Í bréfi Vegagerðarinnar til SSS er vísað í að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið vera ólögmætt. Ég hef afrit af þessum bréfaskriftum. Þar kemur fram að EFTA hafi ætlað sér að skoða málið en innanríkisráðuneytið svarað á þá leið að lögunum yrði breytt. Því þyrfti ekki að skoða fyrirkomulagið og málinu var þá lokið. Það er því ekki hægt að halda því fram að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið ólögmætt enda engin formleg niðurstaða heldur aðeins upphaf að athugun og bréfaskipti þar sem aldrei komu fram allar staðreyndir málsins.Hvaða lög er verið að brjóta? Þú hélst því einnig fram að þú teldir að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og sumir þingmenn væru að biðja þig um að brjóta lög. Ég ber mikla virðingu fyrir lögum og ég vil alls ekki biðja ráðherra um að brjóta lög. Því þætti mér vænt um ef þú gætir upplýst mig, og aðra sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, hvaða lög erum við að biðja þig um að brjóta? Við höfum lagt fram ítarlega greinargerð um lög og dómafordæmi er segja að þetta fyrirkomulag sé löglegt. Við höfum samt aldrei fengið neitt frá þér sem hrekur þá greinargerð né upplýsingar um það gegn hvaða lögum fyrirkomulagið brýtur. Ég bið þig um að útskýra fyrir okkur hérna megin við Reykjanesbrautina hvaða lög sérfræðingarnir í ráðuneytinu segja að Suðurnesjamenn séu að brjóta. Þannig virka nefnilega samræður milli aðila, einn leggur fram sín rök og síðan kemur hinn aðilinn með mótrök. Þetta er mjög svipað samræðustjórnmálum sem þú talaðir mikið um þegar þú varst í borgarstjórn. Ég er nokkuð viss um að slík aðferðafræði getur komið sér vel í innanríkisráðuneytinu. Með vinsemd og virðingu í von um svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sæl, Hanna Birna. Ég fylgdist með þér á Alþingi fimmtudaginn 13. febrúar sl. þar sem ræddar voru almenningssamgöngur og þá sérstaklega staða þeirra á Suðurnesjum. Það vill þannig til að ég hef fylgst vel með þessu máli, ég sit í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sem er með samning við Vegagerðina um að sjá um almenningssamgöngur á Suðurnesjum. Í kjölfar umræðunnar sat ég eftir með nokkrar spurningar sem mig langar til að fá svör við. Það kemur kannski ekki á óvart því þrátt fyrir orð þín á þingi um að fundarhöldin milli ráðuneytisins og SSS síðasta sumar hafi verið löng og ströng þá funduðum við bara einu sinni um þessi mál.Snúið út úr áliti Í ræðu þinni kom fram að þú teldir leiðina Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Reykjavík ekki geta verið hluta af almenningssamgöngukerfinu þar sem það væri andstætt lögum en þú nefndir aldrei andstætt hvaða lögum. Nú grunar mig að þú vísir í álit Samkeppniseftirlitsins. Það er samt þannig að Samkeppniseftirlitið getur aðeins metið hvort samkeppnislög eru brotin. Álit Samkeppniseftirlitsins var að fyrirkomulagið á akstursleiðinni hindraði samkeppni, engu að síður væri það ekki brot á samkeppnislögum þar sem þetta væru sérlög og því eiga samkeppnislögin ekki við. Samkeppniseftirlitið beindi því til ráðherra að breyta lögunum. Álit Samkeppniseftirlitsins væri það sama ef fyrirspurn myndi koma um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi enda hamlar sérleyfi ríkissins á þeim markaði samkeppni. Það þýðir samt ekki að framkvæmd áfengissölu á Íslandi sé ólögmæt. Í bréfi Vegagerðarinnar til SSS er vísað í að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið vera ólögmætt. Ég hef afrit af þessum bréfaskriftum. Þar kemur fram að EFTA hafi ætlað sér að skoða málið en innanríkisráðuneytið svarað á þá leið að lögunum yrði breytt. Því þyrfti ekki að skoða fyrirkomulagið og málinu var þá lokið. Það er því ekki hægt að halda því fram að EFTA hafi sagt fyrirkomulagið ólögmætt enda engin formleg niðurstaða heldur aðeins upphaf að athugun og bréfaskipti þar sem aldrei komu fram allar staðreyndir málsins.Hvaða lög er verið að brjóta? Þú hélst því einnig fram að þú teldir að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og sumir þingmenn væru að biðja þig um að brjóta lög. Ég ber mikla virðingu fyrir lögum og ég vil alls ekki biðja ráðherra um að brjóta lög. Því þætti mér vænt um ef þú gætir upplýst mig, og aðra sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, hvaða lög erum við að biðja þig um að brjóta? Við höfum lagt fram ítarlega greinargerð um lög og dómafordæmi er segja að þetta fyrirkomulag sé löglegt. Við höfum samt aldrei fengið neitt frá þér sem hrekur þá greinargerð né upplýsingar um það gegn hvaða lögum fyrirkomulagið brýtur. Ég bið þig um að útskýra fyrir okkur hérna megin við Reykjanesbrautina hvaða lög sérfræðingarnir í ráðuneytinu segja að Suðurnesjamenn séu að brjóta. Þannig virka nefnilega samræður milli aðila, einn leggur fram sín rök og síðan kemur hinn aðilinn með mótrök. Þetta er mjög svipað samræðustjórnmálum sem þú talaðir mikið um þegar þú varst í borgarstjórn. Ég er nokkuð viss um að slík aðferðafræði getur komið sér vel í innanríkisráðuneytinu. Með vinsemd og virðingu í von um svör.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun