Viðskipti innlent

Ómar Svavarsson til Sjóvá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ómar Svavarsson starfaði um nokkurra árabil hjá Vodafone.
Ómar Svavarsson starfaði um nokkurra árabil hjá Vodafone. vísir/eggert.
Ómar Svavarsson, fyrrverandi forstjóri Vodafone, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafar hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Ómar er ekki ókunnur Sjóvá, en hann starfaði hjá fyrirtækinu frá 1995 til 2005 síðast sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs. Ómar tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallarinnar. Sjóvá hefur breytt skipuriti sínu samhliða því að breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn félagsins.

Vátryggingasvið mun breyta um nafn og kallast nú viðskiptaþróun. Undir sviðið heyra stofnstýring og vöruþróun. Þá færast markaðsmál og forvarnir undir sviðið. Elín Þórunn Eiríksdóttir er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, en hún var áður framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafar. Lögfræðiþjónusta færist til tjónasviðs og endurtryggingar til fjármálasviðs.

Áhættustýringu hefur verið skipt upp til að aðgreina verkefni tryggingastærðfræðings,  gagnavinnslu og greiningar annars vegar og eftirlitshlutverk áhættustjóra hins vegar. Steinunn Guðjónsdóttir verður forstöðumaður trygginga- og tölfræðigreiningar. Þóra Pálsdóttir hefur verið ráðin áhættustjóri, en hún var áður sérfræðingur í áhættustýringu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×