LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 10:21

Lögregla hefur hafiđ rannsókn á eldsvođanum á Akureyri

FRÉTTIR

Ómar Ingi: Búinn ađ dreyma um ţetta síđan ég var tíu ára

 
Handbolti
15:00 11. JANÚAR 2017
Arnar Björnsson í Metz skrifar

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon stóð sig mjög vel á æfingamótinu í Danmörku og fær núna að spreyta sig á stóra sviðinu hérna í Metz.  

„Mér líður vel og er ánægður með að hafa komið inn í landsliðið og spilað ágætlega,“ segir Ómar Ingi en hvað gera „gömlu refirnir“ í liðinu? Koma þeir eftir leik og klappa á bakið á þér?

„Já, þetta er nokkurn veginn þannig ef ég hef staðið mig vel þá gera þeir það. Það er gott að vera í liðinu og þetta eru ljómandi fínir gaurar.“

Ómar Ingi skoraði tólf mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði á æfingamótinu í Danmörku. Hann nýtti 12 af 19 skotum sínum eða 63 prósent skotanna.

Ómar segir að stóri draumurinn sinn sé að rætast með því að fá að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti. „Klárlega. Frá því maður var 10 ára hefur mig dreymt um þetta og þetta er alveg ótrúlega gaman, “ segir Ómar Ingi.

Eru þeir ekkert leiðinlegir við þig þessir „gömlu“? „Nei, nei ég þarf bara að halda á boltapokanum og það er í góðu lagi“.

Ómar Ingi nýtti öll átta vítin sem hann tók á æfingamótinu í Danmörku en hann varð vítaskytta liðsins eftir að Guðjón Valur Sigurðsson klikkaði á sínu fyrsta víti.

Ómar Ingi segir að fái hann tækifæri gegn Spánverjum á morgun ætli hann að reyna að spila góðan handbolta og hjálpa liðinu. Hefur hann trú á því að Íslendingar geti náð hagstæðum úrslitum á morgun? „Já auðvitað, ekki spurning.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Ómar Ingi: Búinn ađ dreyma um ţetta síđan ég var tíu ára
Fara efst