Lífið

Omam gerir góðverk

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf eina milljón króna til Barnaspítala Hringsins.
Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf eina milljón króna til Barnaspítala Hringsins. nordicphotos/getty
Í ágúst síðastliðnum stóð hljómsveitin Of Monsters and Men ásamt Garðabæ fyrir opnum tónleikum án aðgangseyris á Vífilsstaðatúni.

Aftur á móti var allur ágóði af sölu stuttermabola og geisladiska á tónleikunum látinn renna til Barnaspítala Hringsins. Of Monsters and Men ákvað að jafna þá upphæð sem safnaðist og gaf Barnaspítalanum eina milljón króna.

Bolurinn sem seldur var á tónleikunum sló svo rækilega í gegn að hljómsveitin leitaði leiða til að selja hann þeim sem ekki komust á tónleikana og þannig safna enn meiri peningum fyrir Barnaspítalann.

Bolurinn, sem er með mynd eftir tvö börn sem lágu á spítalanum, er nú til sölu í gegnum vefverslun Of Monsters and Men og í versluninni Sturlu við Laugaveg. Allur ágóði af sölu á bolnum fer óskiptur til Barnaspítalans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×