Öllu snúið á haus Helgi Jóhannesson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Úr rústum efnahagshrunsins 2008 hafa risið draugar sem eru að valda þjóðfélagi okkar mun meira tjóni en hrunið sjálft gerði. Það voru þó bara peningar sem fóru í súginn þá. Upp úr því svekkelsi öllu saman er nú sprottinn einhver furðulegasti anarkismi sem um getur og engu eirir. Meinsemdin er mikil og þjóðin virðist verið komin á enn eitt meðvirknisfylleríið, löngu búin að missa sjónar á því hvað er rétt og rangt að gera og segja. Ráðist er að rótum réttarríkis okkar úr öllum áttum. Skolpræsahernaður bloggheima, með DV og álíka pappíra sem hina helgu bók að vopni, njóta þess að traðka í svaðið allar grundvallarreglur réttarríkisins og snúa öllu á hvolf. Það versta er að kerfið sjálft virðist vera að sogast niður í skolpræsið með þessu öllu saman. Alþingi og ríkisstjórn auðvitað löngu búin að missa fótanna og enginn man lengur að Alþingi er löggjafarsamkoma þjóðarinnar, einn af hornsteinunum, en ekki framleiðsluverksmiðja fyrir bitlausa „populistalöggjöf“ sem engu skilar almenningi nema fölskum vonum og er að auki á góðri leið með að veita atvinnulífinu náðarhöggið. Birtingarmyndir þessa alls eru meðal annars þær að nú tala ráðamenn og mikilsmetandi lögfræðingar, sem ættu þó að vita betur, að það sé bara gott fyrir Geir H. Haarde að sitja undir ákæru, því þá geti hann sannað sakleysi sitt. Nálægt 300 manns hafa réttarstöðu grunaðs svo árum skiptir hjá sérstökum saksóknara. Menn þar á bæ telja að það sé í raun miklu betra fyrir menn að hafa þá réttarstöðu en stöðu vitnis því það sé svo mikil vernd falin í hinu fyrrnefnda. Ég er ekki viss um að þeir sem í hlut eiga og ekki fá vinnu vegna réttarstöðunnar séu á sama máli. Fjölmiðlar hamast á formanni Sjálfstæðisflokksins vegna mála sem hann hefur löngu gefið skýringar á. Meira að segja fréttamaður á ríkisfjölmiðlinum RUV spyr hann í viðtali hvort hann myndi ekki bara fagna því að verða tekinn til opinberrar rannsóknar. Þetta er allt svo arfavitlaust að engu tali tekur. Öllu snúið á haus. Það er nauðsynlegt að miklu fleiri leggi hendur á árar við að snúa þessari óheillaþróun við. Láti í sér heyrast sem víðast. Það gengur ekki að bloggheimar og skolpræsahermennirnir séu það eina sem heyrist í. Núverandi stjórnvöld hafa ekki dug eða þor til að standa í lappirnar gegn þessari óheillaþróun. Þau ýta bara undir dómstólameðferð götunnar með því að fagna opinberlega handtökum og ákærum sem gefnar eru út og láta engu skipta grundvallarreglur eins og þær að menn teljist saklausir þar til sekt er sönnuð. Efnahagshrunið 2008 mun verða hjóm eitt í samanburði við það sem verður ef það tekst að rústa réttarríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Úr rústum efnahagshrunsins 2008 hafa risið draugar sem eru að valda þjóðfélagi okkar mun meira tjóni en hrunið sjálft gerði. Það voru þó bara peningar sem fóru í súginn þá. Upp úr því svekkelsi öllu saman er nú sprottinn einhver furðulegasti anarkismi sem um getur og engu eirir. Meinsemdin er mikil og þjóðin virðist verið komin á enn eitt meðvirknisfylleríið, löngu búin að missa sjónar á því hvað er rétt og rangt að gera og segja. Ráðist er að rótum réttarríkis okkar úr öllum áttum. Skolpræsahernaður bloggheima, með DV og álíka pappíra sem hina helgu bók að vopni, njóta þess að traðka í svaðið allar grundvallarreglur réttarríkisins og snúa öllu á hvolf. Það versta er að kerfið sjálft virðist vera að sogast niður í skolpræsið með þessu öllu saman. Alþingi og ríkisstjórn auðvitað löngu búin að missa fótanna og enginn man lengur að Alþingi er löggjafarsamkoma þjóðarinnar, einn af hornsteinunum, en ekki framleiðsluverksmiðja fyrir bitlausa „populistalöggjöf“ sem engu skilar almenningi nema fölskum vonum og er að auki á góðri leið með að veita atvinnulífinu náðarhöggið. Birtingarmyndir þessa alls eru meðal annars þær að nú tala ráðamenn og mikilsmetandi lögfræðingar, sem ættu þó að vita betur, að það sé bara gott fyrir Geir H. Haarde að sitja undir ákæru, því þá geti hann sannað sakleysi sitt. Nálægt 300 manns hafa réttarstöðu grunaðs svo árum skiptir hjá sérstökum saksóknara. Menn þar á bæ telja að það sé í raun miklu betra fyrir menn að hafa þá réttarstöðu en stöðu vitnis því það sé svo mikil vernd falin í hinu fyrrnefnda. Ég er ekki viss um að þeir sem í hlut eiga og ekki fá vinnu vegna réttarstöðunnar séu á sama máli. Fjölmiðlar hamast á formanni Sjálfstæðisflokksins vegna mála sem hann hefur löngu gefið skýringar á. Meira að segja fréttamaður á ríkisfjölmiðlinum RUV spyr hann í viðtali hvort hann myndi ekki bara fagna því að verða tekinn til opinberrar rannsóknar. Þetta er allt svo arfavitlaust að engu tali tekur. Öllu snúið á haus. Það er nauðsynlegt að miklu fleiri leggi hendur á árar við að snúa þessari óheillaþróun við. Láti í sér heyrast sem víðast. Það gengur ekki að bloggheimar og skolpræsahermennirnir séu það eina sem heyrist í. Núverandi stjórnvöld hafa ekki dug eða þor til að standa í lappirnar gegn þessari óheillaþróun. Þau ýta bara undir dómstólameðferð götunnar með því að fagna opinberlega handtökum og ákærum sem gefnar eru út og láta engu skipta grundvallarreglur eins og þær að menn teljist saklausir þar til sekt er sönnuð. Efnahagshrunið 2008 mun verða hjóm eitt í samanburði við það sem verður ef það tekst að rústa réttarríkinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun