Innlent

Óljóst hvort sprengjur hafi rekið síldina út úr Kolgrafafirði

Fyrir aðgerðina var talið að um 70 þúsund tonn af síld væru í firðinum.
Fyrir aðgerðina var talið að um 70 þúsund tonn af síld væru í firðinum. Mynd/Pjetur
Óljóst er hvort eitthvað af síld hefur flæmst út úr Kolgrafafirði í gær, þegar reynt var að smala henni út með því að sprengja hvellhettur neðansjávar. Vitað er að þær höfðu fælandi áhrif á síldina en dagsbirtan entist ekki til að meta endanlegan árangur.

Fyrir aðgerðina var talið að um 70 þúsund tonn af síld væru í firðinum, og verður það væntanlega endurmetið í dag. Reglugerð, sem sett var í fyrradag til eins sólarhrings, hefur verið framlengd, þannig að síldveiðar smábáta verða bannaðar í dag, ekki má aka gamla veginn fyrir fjörðinn, og ekki nema staðar á brúnni. Staðan verður metin nánar á fundi hlutaðeigandi klukkan tíu fyrir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×