Erlent

Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þúsundir hermanna munu standa vaktina á götum úti í Bretlandi næstu daga.
Þúsundir hermanna munu standa vaktina á götum úti í Bretlandi næstu daga. vísir/epa
Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, segir fátt benda til þess að árásarmaðurinn í Manchester hafi verið einn að verki. Árásin hafi verið þaulskipulögð og því ólíklegt að aðeins einn maður hafi séð um undirbúninginn.

Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að virkja hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar en það er í þriðja sinn í sögu Bretlands sem það gert; árin 2006 og 2007. Þá verða hermenn sendir á götur úti auk þess sem þeir verða á tónleikum og öðrum samkomum

Meintur árásarmaður hét Salman Abedi en hann er grunaður um að hafa sprengt sig í loft upp í Manchester Arena tónleikahöllinni með þeim afleiðingum að 22 létu lífið og 64 særðust. Hann var Breti af líbískum uppruna.

Búið er að nafngreina fjögur fórnarlömg árásarinnar en það er hin átta ára Saffie Rose Rousses, Olivia Campell, 15 ára, John Atkonson, 28 ára og Georgina Callander, 18 ára.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×