Erlent

Öldur hrifu eldri hjón með sér á franskri strönd

Atli Ísleifsson skrifar
Hjónin komust blessunarlega lífs af.
Hjónin komust blessunarlega lífs af.
Myndband náðist af því þegar öldur hrifu eldri hjón með sér á strönd á Bretagneskaga síðdegis á mánudaginn.

Atvikið átti sér stað á Porsguen-ströndinni þar sem vindhraðinn mældist 38 metrar á sekúndu og ölduhæðin fimm metrar.



Í frétt Daily Mail
 segir að öldurnar hafi hrifið 75 ára gamlan mann út og svo 76 ára eiginkonu hans eftir að hún hljóp á eftir honum.

Sjónarvotti tókst svo að bjarga hjónunum úr sjónum áður en slökkvilið mætti á staðinn til að hlúa að þeim.

Sjá má myndbandið að neðan, en maðurinn sogast út þegar um 2:10 eru liðnar af myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×