Ólafur Ragnar Grímsson: Fá mál betur til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2013 08:24 Ólafur Ragnar Grímsson: Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það. Um fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um veiðigjöld, sem lækka mun gjöldin um allt að 48 prósent hjá stærstu útgerðum landsins í bortnfiskveiðum. Aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar boða að undirskriftirnar verði afhentar Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, verði Alþingi ekki við henni. En forsetinn sagði í aðdraganda forsetakosninga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni hinn 13. maí í fyrra, að hann hefði það sem reglu að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru í meðförum hjá Alþingi. En... "Hitt er alveg ljóst, og það er í samræmi við málflutning til dæmis forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka, að kvótamálið er samkvæmt þeim orðið stærsta mál þjóðarinnar. Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt," sagði forsetinn í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í maí í fyrra og bætti við að fá mál væri eins vel til þess fallinn og kvótamálin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu: "Þannig að ég tel að eðli málsins sé þannig, að það séu tiltölulega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin. Því þar er þjóðin sjálf að taka afstöðu til þess hvernig hún vill ráðstafa sameign sinni og ég gæti ekki séð það að nokkur forystumaður núverandi ríkisstjórnar, hvorki Jóhanna eða Steingrímur, gætu gagnrýnt það að forsetinn myndi vísa slíkum frumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess er krafist. Vegna þess að þau hafa sjálf talað um þetta sem stærstu mál þjóðarinnar. Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það." Undirskriftasöfnunina er að finna hér. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Um fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um veiðigjöld, sem lækka mun gjöldin um allt að 48 prósent hjá stærstu útgerðum landsins í bortnfiskveiðum. Aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar boða að undirskriftirnar verði afhentar Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, verði Alþingi ekki við henni. En forsetinn sagði í aðdraganda forsetakosninga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni hinn 13. maí í fyrra, að hann hefði það sem reglu að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru í meðförum hjá Alþingi. En... "Hitt er alveg ljóst, og það er í samræmi við málflutning til dæmis forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka, að kvótamálið er samkvæmt þeim orðið stærsta mál þjóðarinnar. Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt," sagði forsetinn í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í maí í fyrra og bætti við að fá mál væri eins vel til þess fallinn og kvótamálin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu: "Þannig að ég tel að eðli málsins sé þannig, að það séu tiltölulega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin. Því þar er þjóðin sjálf að taka afstöðu til þess hvernig hún vill ráðstafa sameign sinni og ég gæti ekki séð það að nokkur forystumaður núverandi ríkisstjórnar, hvorki Jóhanna eða Steingrímur, gætu gagnrýnt það að forsetinn myndi vísa slíkum frumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess er krafist. Vegna þess að þau hafa sjálf talað um þetta sem stærstu mál þjóðarinnar. Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það." Undirskriftasöfnunina er að finna hér.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira