FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR NÝJAST 12:00

Tim Howard efast um ástríđu leikmanna eins og Arons Jóhannssonar

SPORT

Ólafur í greiningarteymi landsliđsins á EM

 
Fótbolti
13:40 07. JANÚAR 2016
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. VÍSIR

Ólafur Kristjánsson mun gegna stöðu eins leikgreinanda íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi næsta sumar en það kom fram á blaðamannafundi KSÍ í dag.

Ólafur var þjálfari Nordsjælland í Danmörku þar til að félagið skipti um eigendur á dögunum en þeir ákváðu að skipta um þjálfara. Ólafur þjálfaði áður Breiðablik með góðum árangri.

Sjá einnig: Ólafur: Þurfti að tjasla andlitinu aftur saman

Roland Andersson, sem hefur starfað lengi við leikgreiningu með Lars Lagerbäck, mun einnig greina andstæðing Íslands á EM í sumar, sem og Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ.

Þjálfararnir eru þrír - Lars, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson en alls verða svo fjórtán starfsmenn KSÍ í fylgd með liðinu - þar af fimm sem tilheyra læknaliði íslenska liðsins.

Meðal starfsmanna KSÍ verða Þorgrímur Þráinsson, sem var titlaður sem „Sálfræðingur“ á blaðamannafundi KSÍ í dag, Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi, og Einsi Kaldi, kokkur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Ólafur í greiningarteymi landsliđsins á EM
Fara efst