Golf

Ólafía Þórunn tvöfaldaði verðlaunafé sitt á árinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LET-mótaröðinni þegar hún hafnaði í 26. sæti á Fatima Mubarak Ladies mótinu í gær.

Ólafía sem er á fyrsta ári sínu á þessari sterkustu mótaröð Evrópu hefur í tvígang lent meðal tuttugu efstu en verðlaunaféð í Abú Dabí um helgina var hærri en þekktist áður á mótaröðinni en þetta var í fyrsta skipti sem þetta mót fer fram.

Sjá einnig:Ólafía náði sér ekki á strik á lokadeginum og hafnaði í 26. sæti

Ólafía Þórunn féll niður í 26. sæti eftir að hafa verið í efsta sæti eftir tvo hringi en þrátt fyrir það fékk hún tæplega 5300 evrur í sinn vasa, jafnvirði um 650 þúsund króna. Sigurvegari mótsins fékk rúmar níu milljónir í sinn hlut.

Hafði hún tryggt sér rúmlega 5000 evrur á tímabilinu fram að þessu en hún tekur þátt í úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina, sterkustu mótaröð heims, í lok mánaðar. Ólafía Þórunn hefur því þénað alls 1,4 milljónir á árinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×