Okkur mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2015 14:30 „Mér finnst það bara góð tilfinning að vera að láta af störfum,“ segir séra Gunnar. Vísir/Stefán „Mér finnst það bara ágæt tilfinning að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnudag og þeim tímamótum fylgja óhjákvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástungum prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í hennar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Margrét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöllum í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjósinni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræðistörfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarpinn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Jochumssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menningarmálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guðfræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræðimennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni.“ Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
„Mér finnst það bara ágæt tilfinning að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnudag og þeim tímamótum fylgja óhjákvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástungum prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í hennar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Margrét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöllum í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjósinni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræðistörfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarpinn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Jochumssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menningarmálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guðfræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræðimennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni.“
Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”