Innlent

Ók ölvaður á kyrrstæðan bíl

Mynd/Pjetur
Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Á níunda tímanum barst tilkynning um að bifreið hefði verið ekið á kyrrstæða bifreið á Laugarnesvegi. Ökumaðurinn ók í burtu en lögreglumenn höfðu hendur í hári hans skömmu síðar. Ökumaðurinn er talinn hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Rétt fyrir klukkan átta stöðvaði lögreglan bifreið á Snorrabraut en lögreglu grunar að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Minniháttar fíkniefni fundust í fórum mannsins sem var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

Þá komu upp tvö þjófnaðarmál í kvöld - annars vegar í Hagkaup í Smáralind og hins vegar í Elko í Skeifunni. Tveir aðilar, 28 ára og 25 ára, voru handteknir.

Seinnipartinn í dag var brotist inn í tvo bíla í Vesturbænum og þann í Kópavogi þar sem verðmætum var stolið. Skömmu áður hafði lögregla afskipti manni sem ók bæði hjálmlaus og próflaus á skellinöðru í Vesturbænum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×