Erlent

Ógn af starfsmanni í sænska þinginu sem gekk undir 5 nöfnum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Starfsmaður Svíþjóðardemókrata í sænska þinginu hagnaðist um sex milljónir sænskra króna í viðskiptum við rússneskan afbrotamann. Hann hætti á laugardag.
Starfsmaður Svíþjóðardemókrata í sænska þinginu hagnaðist um sex milljónir sænskra króna í viðskiptum við rússneskan afbrotamann. Hann hætti á laugardag.
Formenn sænsku þingflokkanna hafa fundað vegna máls fyrrverandi starfsmanns á skrifstofu Svíþjóðardemókrata. Sænska ríkisútvarpið segir marga sérfræðinga telja að möguleg ógn stafi af manninum sem kallar sig Egor Putilov. Starfsmaðurinn hætti störfum á laugardaginn eftir að afhjúpað var að hann hefði átt í fasteignaviðskiptum við rússneskan afbrotamann sem er með tengsl við rússnesk yfirvöld. Putilov er sagður hafa hagnast um sex milljónir sænskra króna á viðskiptunum.

Greint hefur verið frá því að Putilov hafi gengið undir að minnsta kosti fimm nöfnum.

Þingflokksformaður Miðflokksins, Anders W. Jonsson, segir ekki nóg að Putilov hafi sagt starfi sínu lausu og hætt þegar í stað. Jonsson segir að Svíþjóðardemókratar verði að svara því hver maðurinn sé, hvers vegna hann hafi fengið háa fjárhæð frá rússneskum kaupsýslumanni og hver hafi látið hann fá verkefni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×