Ögmundur vill engin einkasjúkrahús fyrir útlendinga 21. janúar 2011 19:35 Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óttast að menn ætli sér að koma upp tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi, það er einu fyrir þá efnuðu og öðru fyrir þá tekjulægri, með uppbyggingu einkasjúkrastofnanna í Mosfellsbæ og Miðnesheiði.Ná íslenskum sjúklingum með krókaleiðum Í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún ekki skilja ekki hvers vegna einkaaðilar semji ekki við sjúkrastofnanir sem nú eru vannýttar vegna fjárskorts í stað þess að byggja upp sjúkrastofnannir frá grunni. Ingibjörg segist gruna að ætlunin sé að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa spítala með krókaleiðum. Þannig geti sjúklingar í krafti peninga fengið forgang að heilbrigðiskerfinu og þar með sér búið að mynda tvöfallt kerfi líkt og í Bandaríkjunum.Ekki gert nema með aðkomu skattborgara „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla koma hér á tvöföldu heilbrigðskerfi eiga menn að segja það hreint út. Taka þá umræðu í stað þess að lauma sér inn bakdyramegin. Það skal enginn segja mér það að hér verði rekið arðvænlegt einkasjúkrahús eingöngu á innflutningi sjúklinga, hvort sem er í fituaðgerðir eða mjaðmaskipti. Þetta verður ekki gert án aðkomu íslenskra sjúklinga eða íslenskra almannatrygginga, þar með skattborgarans," segir Ögmundur. Bent hefur verið á að ólíklegt sé að einkasjúkrahúsin geti fengið til sín nægilega marga erlenda sjúklinga til að rekstur þeirra borgi sig. Ögmundur segir þetta spurningu sem forsvarsmenn einkasjúkrahúsanna eigi eftir að svara. „Ég spyr hvaða erlendu sjúklingar eru þetta? Eru þetta auðmenn sem greiða úr eigin vasa og einkatryggingum eða á að gera út á almannatryggingar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta eru spurningar sem við verðum að fá svör við því ég hef efasemdir um að þetta sé góð bissnesshugmynd. Ef þetta er slæm bissnesshugmynd þá mun það gerast, sem iðulega hefur gerst að það verður skattborgarinn sem situr uppi með borga brúsann. Og ég hef engan áhuga á því," segir Ögmundur.Mun ekki grípa inn í áform einkafyrirtækja Hann segist ekki geta gripið inn í áform einkafyrirtækja og sé ekki mótfallinn því að menn stofni fyrirtæki ef þeir beri sjálfir ábyrgð á þeim. „Þetta eru einkaaðilar sem eru að fjalla um þetta og sýsla með þetta. Og í mínum huga á öllum að vera frjálst að setja á laggirnar hvaða fyrirtæki sem þeir vilja. En ef þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir það, eins og ég óttast að verði í þessu tilfelli vil ég að sjálfsögðu vera með í ráðum. Mér finnst að þeir sem eru um þessi mál að fjalla verði að gera miklu betur grein fyrir sínum áformum áður en lengra er haldið," segir Ögmundur. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óttast að menn ætli sér að koma upp tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi, það er einu fyrir þá efnuðu og öðru fyrir þá tekjulægri, með uppbyggingu einkasjúkrastofnanna í Mosfellsbæ og Miðnesheiði.Ná íslenskum sjúklingum með krókaleiðum Í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún ekki skilja ekki hvers vegna einkaaðilar semji ekki við sjúkrastofnanir sem nú eru vannýttar vegna fjárskorts í stað þess að byggja upp sjúkrastofnannir frá grunni. Ingibjörg segist gruna að ætlunin sé að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa spítala með krókaleiðum. Þannig geti sjúklingar í krafti peninga fengið forgang að heilbrigðiskerfinu og þar með sér búið að mynda tvöfallt kerfi líkt og í Bandaríkjunum.Ekki gert nema með aðkomu skattborgara „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla koma hér á tvöföldu heilbrigðskerfi eiga menn að segja það hreint út. Taka þá umræðu í stað þess að lauma sér inn bakdyramegin. Það skal enginn segja mér það að hér verði rekið arðvænlegt einkasjúkrahús eingöngu á innflutningi sjúklinga, hvort sem er í fituaðgerðir eða mjaðmaskipti. Þetta verður ekki gert án aðkomu íslenskra sjúklinga eða íslenskra almannatrygginga, þar með skattborgarans," segir Ögmundur. Bent hefur verið á að ólíklegt sé að einkasjúkrahúsin geti fengið til sín nægilega marga erlenda sjúklinga til að rekstur þeirra borgi sig. Ögmundur segir þetta spurningu sem forsvarsmenn einkasjúkrahúsanna eigi eftir að svara. „Ég spyr hvaða erlendu sjúklingar eru þetta? Eru þetta auðmenn sem greiða úr eigin vasa og einkatryggingum eða á að gera út á almannatryggingar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta eru spurningar sem við verðum að fá svör við því ég hef efasemdir um að þetta sé góð bissnesshugmynd. Ef þetta er slæm bissnesshugmynd þá mun það gerast, sem iðulega hefur gerst að það verður skattborgarinn sem situr uppi með borga brúsann. Og ég hef engan áhuga á því," segir Ögmundur.Mun ekki grípa inn í áform einkafyrirtækja Hann segist ekki geta gripið inn í áform einkafyrirtækja og sé ekki mótfallinn því að menn stofni fyrirtæki ef þeir beri sjálfir ábyrgð á þeim. „Þetta eru einkaaðilar sem eru að fjalla um þetta og sýsla með þetta. Og í mínum huga á öllum að vera frjálst að setja á laggirnar hvaða fyrirtæki sem þeir vilja. En ef þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir það, eins og ég óttast að verði í þessu tilfelli vil ég að sjálfsögðu vera með í ráðum. Mér finnst að þeir sem eru um þessi mál að fjalla verði að gera miklu betur grein fyrir sínum áformum áður en lengra er haldið," segir Ögmundur.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14