Ögmundur vill engin einkasjúkrahús fyrir útlendinga 21. janúar 2011 19:35 Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óttast að menn ætli sér að koma upp tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi, það er einu fyrir þá efnuðu og öðru fyrir þá tekjulægri, með uppbyggingu einkasjúkrastofnanna í Mosfellsbæ og Miðnesheiði.Ná íslenskum sjúklingum með krókaleiðum Í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún ekki skilja ekki hvers vegna einkaaðilar semji ekki við sjúkrastofnanir sem nú eru vannýttar vegna fjárskorts í stað þess að byggja upp sjúkrastofnannir frá grunni. Ingibjörg segist gruna að ætlunin sé að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa spítala með krókaleiðum. Þannig geti sjúklingar í krafti peninga fengið forgang að heilbrigðiskerfinu og þar með sér búið að mynda tvöfallt kerfi líkt og í Bandaríkjunum.Ekki gert nema með aðkomu skattborgara „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla koma hér á tvöföldu heilbrigðskerfi eiga menn að segja það hreint út. Taka þá umræðu í stað þess að lauma sér inn bakdyramegin. Það skal enginn segja mér það að hér verði rekið arðvænlegt einkasjúkrahús eingöngu á innflutningi sjúklinga, hvort sem er í fituaðgerðir eða mjaðmaskipti. Þetta verður ekki gert án aðkomu íslenskra sjúklinga eða íslenskra almannatrygginga, þar með skattborgarans," segir Ögmundur. Bent hefur verið á að ólíklegt sé að einkasjúkrahúsin geti fengið til sín nægilega marga erlenda sjúklinga til að rekstur þeirra borgi sig. Ögmundur segir þetta spurningu sem forsvarsmenn einkasjúkrahúsanna eigi eftir að svara. „Ég spyr hvaða erlendu sjúklingar eru þetta? Eru þetta auðmenn sem greiða úr eigin vasa og einkatryggingum eða á að gera út á almannatryggingar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta eru spurningar sem við verðum að fá svör við því ég hef efasemdir um að þetta sé góð bissnesshugmynd. Ef þetta er slæm bissnesshugmynd þá mun það gerast, sem iðulega hefur gerst að það verður skattborgarinn sem situr uppi með borga brúsann. Og ég hef engan áhuga á því," segir Ögmundur.Mun ekki grípa inn í áform einkafyrirtækja Hann segist ekki geta gripið inn í áform einkafyrirtækja og sé ekki mótfallinn því að menn stofni fyrirtæki ef þeir beri sjálfir ábyrgð á þeim. „Þetta eru einkaaðilar sem eru að fjalla um þetta og sýsla með þetta. Og í mínum huga á öllum að vera frjálst að setja á laggirnar hvaða fyrirtæki sem þeir vilja. En ef þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir það, eins og ég óttast að verði í þessu tilfelli vil ég að sjálfsögðu vera með í ráðum. Mér finnst að þeir sem eru um þessi mál að fjalla verði að gera miklu betur grein fyrir sínum áformum áður en lengra er haldið," segir Ögmundur. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óttast að menn ætli sér að koma upp tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi, það er einu fyrir þá efnuðu og öðru fyrir þá tekjulægri, með uppbyggingu einkasjúkrastofnanna í Mosfellsbæ og Miðnesheiði.Ná íslenskum sjúklingum með krókaleiðum Í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún ekki skilja ekki hvers vegna einkaaðilar semji ekki við sjúkrastofnanir sem nú eru vannýttar vegna fjárskorts í stað þess að byggja upp sjúkrastofnannir frá grunni. Ingibjörg segist gruna að ætlunin sé að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa spítala með krókaleiðum. Þannig geti sjúklingar í krafti peninga fengið forgang að heilbrigðiskerfinu og þar með sér búið að mynda tvöfallt kerfi líkt og í Bandaríkjunum.Ekki gert nema með aðkomu skattborgara „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla koma hér á tvöföldu heilbrigðskerfi eiga menn að segja það hreint út. Taka þá umræðu í stað þess að lauma sér inn bakdyramegin. Það skal enginn segja mér það að hér verði rekið arðvænlegt einkasjúkrahús eingöngu á innflutningi sjúklinga, hvort sem er í fituaðgerðir eða mjaðmaskipti. Þetta verður ekki gert án aðkomu íslenskra sjúklinga eða íslenskra almannatrygginga, þar með skattborgarans," segir Ögmundur. Bent hefur verið á að ólíklegt sé að einkasjúkrahúsin geti fengið til sín nægilega marga erlenda sjúklinga til að rekstur þeirra borgi sig. Ögmundur segir þetta spurningu sem forsvarsmenn einkasjúkrahúsanna eigi eftir að svara. „Ég spyr hvaða erlendu sjúklingar eru þetta? Eru þetta auðmenn sem greiða úr eigin vasa og einkatryggingum eða á að gera út á almannatryggingar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta eru spurningar sem við verðum að fá svör við því ég hef efasemdir um að þetta sé góð bissnesshugmynd. Ef þetta er slæm bissnesshugmynd þá mun það gerast, sem iðulega hefur gerst að það verður skattborgarinn sem situr uppi með borga brúsann. Og ég hef engan áhuga á því," segir Ögmundur.Mun ekki grípa inn í áform einkafyrirtækja Hann segist ekki geta gripið inn í áform einkafyrirtækja og sé ekki mótfallinn því að menn stofni fyrirtæki ef þeir beri sjálfir ábyrgð á þeim. „Þetta eru einkaaðilar sem eru að fjalla um þetta og sýsla með þetta. Og í mínum huga á öllum að vera frjálst að setja á laggirnar hvaða fyrirtæki sem þeir vilja. En ef þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir það, eins og ég óttast að verði í þessu tilfelli vil ég að sjálfsögðu vera með í ráðum. Mér finnst að þeir sem eru um þessi mál að fjalla verði að gera miklu betur grein fyrir sínum áformum áður en lengra er haldið," segir Ögmundur.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14