Ofurtollar á innfluttum frönskum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. mars 2014 08:00 Félag atvinnurekenda segir neytendur borga brúsann af ofurtollum á franskar kartöflur. Vísir/Daníel Háir tollar eru lagðir á innfluttar franskar kartöflur, eða 76 prósent, samkvæmt núgildandi tollalögum. Á sama tíma er talið fullnægjandi að leggja 30 prósenta tolla á innfluttar kartöflur, sem ætla má að séu hið eiginlega verndarandlag landbúnaðarins. Aðeins eitt fyrirtæki, Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, framleiðir franskar kartöflur hér á landi. Samkvæmt tölum frá Capacent selur umrætt fyrirtæki árlega í kringum 200 tonn af frönskum kartöflum, sem er innan við 2 prósent af heildarframleiðslu kartaflna hérlendis ef miðað er við síðastliðin fimm ár. Þá er aðeins hluti af þeim frönsku kartöflum búinn til úr íslensku hráefni, þar sem Þykkvabær flytur einnig inn kartöflur erlendis frá til að mæta vaxandi eftirspurn neytenda, og notar þær í framleiðslu sína.Björg Ásta ÞórðardóttirBjörg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, telur þessa álagningu ekki réttlætanlega. „Samkvæmt okkar útreikningum nemur framleiðsla Þykkvabæjar á frönskum kartöflum, sem unnin er úr íslensku hráefni, innan við 5 prósent af árlegri innanlandsneyslu á frönskum kartöflum. Það þýðir í raun að 76 prósenta ofurtollur er lagður á rúmlega 95 prósent af neyslu Íslendinga á frönskum kartöflum, undir því yfirskyni að verið sé að vernda þau 5 prósent sem eftir standa“, segir Björg Ásta. Að mati Bjargar Ástu er ekki unnt að halda því fram að verið sé að vernda hagsmuni neytenda með þessu. Bendir hún á að hærri tollar leiði til hærra vöruverðs og að í tilfelli franskra kartaflna sé verðið um það bil 45 prósenta hærra fyrir íslenska neytendur en það væri ella. Þær séu því umtalsvert dýrari. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum lagt áherslu á að menn rugli ekki saman hagsmunum neytenda og einstakra framleiðenda. Í þessu tilfelli lýtur verndin að starfsemi eins fyrirtækis, sem vinnur vöru sína að stórum hluta úr erlendu hráefni. Íslenskir neytendur njóta ekki góðs af því, það eru þvert á móti þeir sem borga brúsann,“ segir Björg Ásta að lokum. Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Háir tollar eru lagðir á innfluttar franskar kartöflur, eða 76 prósent, samkvæmt núgildandi tollalögum. Á sama tíma er talið fullnægjandi að leggja 30 prósenta tolla á innfluttar kartöflur, sem ætla má að séu hið eiginlega verndarandlag landbúnaðarins. Aðeins eitt fyrirtæki, Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, framleiðir franskar kartöflur hér á landi. Samkvæmt tölum frá Capacent selur umrætt fyrirtæki árlega í kringum 200 tonn af frönskum kartöflum, sem er innan við 2 prósent af heildarframleiðslu kartaflna hérlendis ef miðað er við síðastliðin fimm ár. Þá er aðeins hluti af þeim frönsku kartöflum búinn til úr íslensku hráefni, þar sem Þykkvabær flytur einnig inn kartöflur erlendis frá til að mæta vaxandi eftirspurn neytenda, og notar þær í framleiðslu sína.Björg Ásta ÞórðardóttirBjörg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, telur þessa álagningu ekki réttlætanlega. „Samkvæmt okkar útreikningum nemur framleiðsla Þykkvabæjar á frönskum kartöflum, sem unnin er úr íslensku hráefni, innan við 5 prósent af árlegri innanlandsneyslu á frönskum kartöflum. Það þýðir í raun að 76 prósenta ofurtollur er lagður á rúmlega 95 prósent af neyslu Íslendinga á frönskum kartöflum, undir því yfirskyni að verið sé að vernda þau 5 prósent sem eftir standa“, segir Björg Ásta. Að mati Bjargar Ástu er ekki unnt að halda því fram að verið sé að vernda hagsmuni neytenda með þessu. Bendir hún á að hærri tollar leiði til hærra vöruverðs og að í tilfelli franskra kartaflna sé verðið um það bil 45 prósenta hærra fyrir íslenska neytendur en það væri ella. Þær séu því umtalsvert dýrari. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum lagt áherslu á að menn rugli ekki saman hagsmunum neytenda og einstakra framleiðenda. Í þessu tilfelli lýtur verndin að starfsemi eins fyrirtækis, sem vinnur vöru sína að stórum hluta úr erlendu hráefni. Íslenskir neytendur njóta ekki góðs af því, það eru þvert á móti þeir sem borga brúsann,“ segir Björg Ásta að lokum.
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira