Óformlegt samkomulag um makrílinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2013 18:30 María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og íslensk stjórnvöld hafa náð óformlegu samkomulagi um að Ísland fái 11,9 prósent af makrílstofninum. Andstaða Norðmanna hefur hins vegar staðið eiginlegum samningi fyrir þrifum. Eftir að hafa verið í hnút í rúm þrjú ár eru nú teikn á lofti um að samningar gætu verið í höfn í makríldeilunni en óformlegt samkomulag hefur náðst milli Íslands og Evrópusambandsins. Orðið sem notað er yfir samkomulagið er "common understanding" og felur í sér 11,9 prósenta hlutdeild Íslands í heildarstofni makríls. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins fékk, samkvæmt heimildum fréttastofu, umboð frá meirihluta aðildarríkja sambandsins til að bjóða Íslendingum 11,9 prósent og var það tilboð fyrst sett fram í október síðastliðnum. Mikið vatn runnið til sjávar frá upphaflegu tilboði 11,9 prósent af makrílstofninum er býsna nálægt óopinberum samningsmarkmiðum Íslands sem mótuð voru snemma í viðræðuferlinu um makrílinn. Á meðan Tómas H. Heiðar stýrði viðræðunum fyrir Íslands hönd var óopinbert samningsmarkmið íslenskra stjórnvalda 12 prósent af stofninum. Þá þarf 11,9 prósenta hlutdeild núna að skoðast í því samhengi að upphaflegt tilboð Evrópusambandsins og Noregs hljóðaði upp á 3 prósenta hlutdeild Íslands í stofninum. Ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að nú sé rétti tíminn til að semja. „Viðbrögðin eru þau að við eigum að halda áfram á þessum grunni og reyna að byggja á þessu, klárt mál,“ segir Kolbeinn.Að því virtu að þetta er flökkustofn og við vitum ekki hversu lengi hann verður í íslenskri efnahagslögsögu væru þá 11,9 prósent viðunandi? „Við höfum hugsað þetta út frá þessum vinkli, meðal annars. Þess vegna hefur verið umræða um aðgang að lögsögum annarra ríkja til að tryggja að hægt sé að nýta þennan stofn hvort sem göngumynstrið helst eða ekki. (...) Ég held að við höfum þokast töluvert áleiðis. Við byrjuðum með aðilana mjög langt frá hvor öðrum. Við vorum að krefjast þess að fá 16-17 prósent í upphafi og okkur var ekki boðið meira en 3 prósent. Ef að þetta er á borðinu þá hafa allir aðilar þurft að gefa eitthvað eftir, en það er klárlega kominn grundvöllur til að reyna að loka þessu.“Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ.Það eru væntanlega skilaboð útvegsmanna til ríkisstjórnarinnar, að semja núna? „Algjörlega. Klár skilaboð frá okkur að það borgi sig fyrir alla aðila að klára,“ segir Kolbeinn. Það sem stendur eiginlegum samningi fyrir þrifum núna er að Norðmenn telja þetta allt of mikið og hafa þarlend stjórnvöld sett sig upp á móti því að Íslendingar fái slíka hlutdeild í stofninum. Þá hafa Færeyingar einnig gert að margra mati óraunhæfar kröfur um hlutdeild í stofninum og hafa farið fram á 15 prósenta hlutdeild. Óformlegt samkomulag um 11,9 prósenta hlutdeild Íslands í stofninum er samt talsvert frá þeim 16 prósentum sem Íslendingar hafa veitt á síðustu árum af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins.Einn af þremur mikilvægustu stofnunum Á aðeins örfáum árum hefur makríllinn orðið einn af þremur mikilvægustu fiskistofnunum við Ísland. Árið 2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu þó að íslensk skip hafi ekki byrjað að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007. Í fyrstu fór stærstur hluti aflans í bræðslu en frá árinu 2010 hefur meirihluti aflans verið frystur til manneldis. Makríllinn er gríðarlega verðmætur fyrir þjóðarbúið en samanlagt útflutningsverðmæti makrílafurða nam samtals rúmlega 50 milljörðum króna á síðustu tveimur árum. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og íslensk stjórnvöld hafa náð óformlegu samkomulagi um að Ísland fái 11,9 prósent af makrílstofninum. Andstaða Norðmanna hefur hins vegar staðið eiginlegum samningi fyrir þrifum. Eftir að hafa verið í hnút í rúm þrjú ár eru nú teikn á lofti um að samningar gætu verið í höfn í makríldeilunni en óformlegt samkomulag hefur náðst milli Íslands og Evrópusambandsins. Orðið sem notað er yfir samkomulagið er "common understanding" og felur í sér 11,9 prósenta hlutdeild Íslands í heildarstofni makríls. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins fékk, samkvæmt heimildum fréttastofu, umboð frá meirihluta aðildarríkja sambandsins til að bjóða Íslendingum 11,9 prósent og var það tilboð fyrst sett fram í október síðastliðnum. Mikið vatn runnið til sjávar frá upphaflegu tilboði 11,9 prósent af makrílstofninum er býsna nálægt óopinberum samningsmarkmiðum Íslands sem mótuð voru snemma í viðræðuferlinu um makrílinn. Á meðan Tómas H. Heiðar stýrði viðræðunum fyrir Íslands hönd var óopinbert samningsmarkmið íslenskra stjórnvalda 12 prósent af stofninum. Þá þarf 11,9 prósenta hlutdeild núna að skoðast í því samhengi að upphaflegt tilboð Evrópusambandsins og Noregs hljóðaði upp á 3 prósenta hlutdeild Íslands í stofninum. Ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að nú sé rétti tíminn til að semja. „Viðbrögðin eru þau að við eigum að halda áfram á þessum grunni og reyna að byggja á þessu, klárt mál,“ segir Kolbeinn.Að því virtu að þetta er flökkustofn og við vitum ekki hversu lengi hann verður í íslenskri efnahagslögsögu væru þá 11,9 prósent viðunandi? „Við höfum hugsað þetta út frá þessum vinkli, meðal annars. Þess vegna hefur verið umræða um aðgang að lögsögum annarra ríkja til að tryggja að hægt sé að nýta þennan stofn hvort sem göngumynstrið helst eða ekki. (...) Ég held að við höfum þokast töluvert áleiðis. Við byrjuðum með aðilana mjög langt frá hvor öðrum. Við vorum að krefjast þess að fá 16-17 prósent í upphafi og okkur var ekki boðið meira en 3 prósent. Ef að þetta er á borðinu þá hafa allir aðilar þurft að gefa eitthvað eftir, en það er klárlega kominn grundvöllur til að reyna að loka þessu.“Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ.Það eru væntanlega skilaboð útvegsmanna til ríkisstjórnarinnar, að semja núna? „Algjörlega. Klár skilaboð frá okkur að það borgi sig fyrir alla aðila að klára,“ segir Kolbeinn. Það sem stendur eiginlegum samningi fyrir þrifum núna er að Norðmenn telja þetta allt of mikið og hafa þarlend stjórnvöld sett sig upp á móti því að Íslendingar fái slíka hlutdeild í stofninum. Þá hafa Færeyingar einnig gert að margra mati óraunhæfar kröfur um hlutdeild í stofninum og hafa farið fram á 15 prósenta hlutdeild. Óformlegt samkomulag um 11,9 prósenta hlutdeild Íslands í stofninum er samt talsvert frá þeim 16 prósentum sem Íslendingar hafa veitt á síðustu árum af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins.Einn af þremur mikilvægustu stofnunum Á aðeins örfáum árum hefur makríllinn orðið einn af þremur mikilvægustu fiskistofnunum við Ísland. Árið 2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu þó að íslensk skip hafi ekki byrjað að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007. Í fyrstu fór stærstur hluti aflans í bræðslu en frá árinu 2010 hefur meirihluti aflans verið frystur til manneldis. Makríllinn er gríðarlega verðmætur fyrir þjóðarbúið en samanlagt útflutningsverðmæti makrílafurða nam samtals rúmlega 50 milljörðum króna á síðustu tveimur árum.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira