Erlent

Öflugur skjálfti í Mjanmar

Atli Ísleifsson skrifar
Efsti hluti aðalhofsins í fornu borginni Pagan á meðal annars að hafa eyðilagst í skjálftanum en borgin er á heimsminjaskrá UNESCO.
Efsti hluti aðalhofsins í fornu borginni Pagan á meðal annars að hafa eyðilagst í skjálftanum en borgin er á heimsminjaskrá UNESCO. Vísir/Getty
Öflugur skjálfti, 6,8 að stærð, reið yfir vesturhluta Mjanmar klukkan 17 að staðartíma.

BNO News greinir frá því að efsti hluti aðalhofsins í fornu borginni Pagan á meðal annars að hafa eyðilagst en borgin er á heimsminjaskrá UNESCO.

Skjálftinn varð um 25 kílómetrum frá borginni Chauk og varð á 84 kílómetra dýpi.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu um hvort mannfall hafi orðið.

Skjálftinn fannst ekki einungis í Mjanmar heldur einnig í hluta Bangladess, Indlands og Taílands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×