Erlent

Öflugasti stormurinn í áraraðir gengur nú yfir Kaliforníu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fjöldamargar holur hafa myndast vegna jarðvegsraskana í kjölfar stormsins.
Fjöldamargar holur hafa myndast vegna jarðvegsraskana í kjölfar stormsins. Vísir/EPA
Gríðarlega öflugur stormur gengur nú yfir Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur stormurinn ollið mannskaða með tilheyrandi rigningu og flóðum. Að minnsta kosti fjórar manneskjur eru látnar vegna stormsins en hann hefur raskað nær öllu mannlífi í ríkinu. BBC greinir frá. 

Yfir 300 flugferðum hefur verið aflýst til og frá Los Angeles og hefur öllum stærstu vegum í fylkinu verið lokað. Hundruðir heimila hafa verið rýmd vegna hættu á flóðum og jarðraski. Rafmagnslaust hefur orðið á 150 þúsund heimilum og þá hefur fjöldi bíla horfið ofan í holur sem myndast hafa vegna jarðrasks.

Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku veðurmælingastofnuninni er stormurinn sá öflugasti sem farið hefur yfir Kaliforníu í áraraðir en vindkviður náðu allt af 140 kílómetra hraða, víðast hvar í fylkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×