Ofbeldi í nánum samböndum: Heimilisfriður, meðferðarúrræði fyrir gerendur Andrés Proppé Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og síðan óslitið frá 2006 undir nafninu „Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin misseri hefur konum sem gerendum og körlum sem þolendum einnig verið boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta farið vaxandi, þó hægt fari. Þessar útvíkkuðu forsendur hafa leitt til þess að nafnið, sem átti svo ágætlega við í upphafi, er nú orðið villandi. Því hefur verið ákveðið að leggja til hliðar hið upprunalega nafn og velja annað sem hefur breiðari skírskotun: Heimilisfriður, með undirtitlinum „Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum“. Með þessum undirtitli er vísað til þess að auk þess að bjóða gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. 8. mars sl. var undirritaður þjónustusamningur velferðarráðuneytisins við Heimilisfrið þar sem kveðið er á um að ráðuneytið greiði niður meðferð fyrir gerendur af báðum kynjum auk áhættumatsviðtala við maka. Auk þessa mun Heimilisfriður bjóða þolendum meðferð í samvinnu við félagsþjónustur sveitarfélaga.Vel varðveitt leyndarmál Til skamms tíma var ofbeldi í nánum samböndum vel varðveitt leyndarmál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi milli karls og konu í nánu sambandi félli undir friðhelgi einkalífsins. Það voru kvennahreyfingar 7. og 8. áratugarins sem opnuðu umræðuna og beittu sér fyrir aðstoð við konur sem bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns: kvennaathvörfum var komið á fót og aukinn þrýstingur var á lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu vandamáli gaum: þróa viðeigandi viðbrögð og spyrja viðeigandi spurninga. Frá byrjun var ofbeldi í nánum samböndum skilgreint sem kynbundið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum tilvikum karlar og þolendurnir í langflestum tilvikum konur. Ofbeldið var talið eiga sér rætur í gildum feðraveldisins: hin kynbundna félagsmótun, stofnanir og formgerð samfélagsins, viðhorf og venjur, eignarréttur karla og ábyrgðarleysi samfélagsins gagnvart því sem ætti sér stað innan veggja heimilisins. Sálfræðilegum skýringum á hegðun gerandans var hafnað. Á þessu hefur orðið breyting. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni að það er sáralítill munur á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum, þ.e. að það sé álíka algengt að konur og karlar beiti líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir, rannsóknir allt aftur til 1975 hafa staðfest þetta. Þannig að það er löngu ljóst að heimilisofbeldi er ekki kynbundið í þeim skilningi að það séu einungis karlar sem eru gerendur og einungis konur sem eru þolendur.Tímabær skref Hins vegar er ofbeldi í nánum samböndum kynbundið í þeim skilningi að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru karlar gerendur og konur þolendur og það er einnig kynbundið í þeim skilningi að rannsóknir sýna að konur sem eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi maka miklu frekar sem ógnun en karlar sem eru þolendur. Þessi munur verður auðveldlega skýrður með líkamsburðum, en einnig er líklegt að félagslegar og fjárhagslegar ástæður hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru líklegri til að vera félagslega og fjárhagslega háðari sambandinu en karlar. Þess vegna er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé athyglinni og úrræðunum eingöngu beint að hinu kynbundna ofbeldi er ljóst að hópur gerenda og þolenda og börn þeirra fá litla athygli í umræðunni og þ.a.l. litla hvatningu til að leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda var orðið tímabært að stíga þau skref hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og síðan óslitið frá 2006 undir nafninu „Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin misseri hefur konum sem gerendum og körlum sem þolendum einnig verið boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta farið vaxandi, þó hægt fari. Þessar útvíkkuðu forsendur hafa leitt til þess að nafnið, sem átti svo ágætlega við í upphafi, er nú orðið villandi. Því hefur verið ákveðið að leggja til hliðar hið upprunalega nafn og velja annað sem hefur breiðari skírskotun: Heimilisfriður, með undirtitlinum „Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum“. Með þessum undirtitli er vísað til þess að auk þess að bjóða gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. 8. mars sl. var undirritaður þjónustusamningur velferðarráðuneytisins við Heimilisfrið þar sem kveðið er á um að ráðuneytið greiði niður meðferð fyrir gerendur af báðum kynjum auk áhættumatsviðtala við maka. Auk þessa mun Heimilisfriður bjóða þolendum meðferð í samvinnu við félagsþjónustur sveitarfélaga.Vel varðveitt leyndarmál Til skamms tíma var ofbeldi í nánum samböndum vel varðveitt leyndarmál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi milli karls og konu í nánu sambandi félli undir friðhelgi einkalífsins. Það voru kvennahreyfingar 7. og 8. áratugarins sem opnuðu umræðuna og beittu sér fyrir aðstoð við konur sem bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns: kvennaathvörfum var komið á fót og aukinn þrýstingur var á lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu vandamáli gaum: þróa viðeigandi viðbrögð og spyrja viðeigandi spurninga. Frá byrjun var ofbeldi í nánum samböndum skilgreint sem kynbundið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum tilvikum karlar og þolendurnir í langflestum tilvikum konur. Ofbeldið var talið eiga sér rætur í gildum feðraveldisins: hin kynbundna félagsmótun, stofnanir og formgerð samfélagsins, viðhorf og venjur, eignarréttur karla og ábyrgðarleysi samfélagsins gagnvart því sem ætti sér stað innan veggja heimilisins. Sálfræðilegum skýringum á hegðun gerandans var hafnað. Á þessu hefur orðið breyting. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni að það er sáralítill munur á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum, þ.e. að það sé álíka algengt að konur og karlar beiti líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir, rannsóknir allt aftur til 1975 hafa staðfest þetta. Þannig að það er löngu ljóst að heimilisofbeldi er ekki kynbundið í þeim skilningi að það séu einungis karlar sem eru gerendur og einungis konur sem eru þolendur.Tímabær skref Hins vegar er ofbeldi í nánum samböndum kynbundið í þeim skilningi að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru karlar gerendur og konur þolendur og það er einnig kynbundið í þeim skilningi að rannsóknir sýna að konur sem eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi maka miklu frekar sem ógnun en karlar sem eru þolendur. Þessi munur verður auðveldlega skýrður með líkamsburðum, en einnig er líklegt að félagslegar og fjárhagslegar ástæður hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru líklegri til að vera félagslega og fjárhagslega háðari sambandinu en karlar. Þess vegna er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé athyglinni og úrræðunum eingöngu beint að hinu kynbundna ofbeldi er ljóst að hópur gerenda og þolenda og börn þeirra fá litla athygli í umræðunni og þ.a.l. litla hvatningu til að leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda var orðið tímabært að stíga þau skref hér á landi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar