Erlent

Obama segir ebólufaraldurinn ógn við heimsbyggðina

Vísir/AP
Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í gærkvöldi að ebólufaraldurinn í Vestur Afríku væri ógn við öryggi alls heimsins. Forsetinn var að útlista nýja áætlun þar sem gert er ráð fyrir því að um þrjúþúsund bandarískir hermenn verði sendir á sýktu svæðin til þess að aðstoða við smíði sjúkraskýla og ummönnun sjúklinga. Tæplega 2500 manns hafa nú látist í faraldrinum á þessu ári og talsmenn Sameinuðu þjóðanna tala um faraldur sem ekki eigi sinn líkan á síðari tímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×