Erlent

Obama með 9% forskot á Romney

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, virðist hafa nokkuð gott forskot á helsta keppinaut sinn í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hefur Obama 9% forskot á Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts.

Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakannanar sem fréttastofan CNN stóð fyrir.

Mikill kynjamunur var sjáanlegur í niðurstöðunum. Þannig virðist Obama höfða mun betur til kvenna og millistéttarfólks í Bandaríkjunum.

Romney hefur ekki enn hlotið útnefningu Repúblikanaflokksins. Það þykir þó nánast öruggt, þá sérstaklega með tilliti til þess að Rick Santorum dró sig út úr kosningabaráttunni í síðustu viku.

Þá kom einnig fram að 7 af hverjum 10 Bandaríkjamönnum styðja tillögu Obama um auknar skattaálögur á efnameiri einstaklinga. Tillagan hefur hlotið hljómgrunn hjá Demókrötum sem og óháðum.

Tillagan verður tekin til umfjöllunar í öldungardeild Bandaríkjanna í dag. Ekki er talið að tillagan verði samþykkt og því mun atkvæðagreiðsla um hana að öllum líkindum ekki fara fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×