Erlent

Obama heimsækir nýjan konung Sádí-Arabíu

Bjarki Ármannsson skrifar
Barack Obama Bandaríkjaforseti er um þessar mundir á leið til Sádí-Arabíu til að heimsækja nýjan konung landsins.
Barack Obama Bandaríkjaforseti er um þessar mundir á leið til Sádí-Arabíu til að heimsækja nýjan konung landsins. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti er um þessar mundir á leið til Sádí-Arabíu til að heimsækja nýjan konung landsins. Í viðtali við CNN segist Obama fyrst og fremst ætla að nýta ferðina til þess að votta Abdúlla konungi, sem féll frá í síðustu viku, virðingu sína.

Sádí-Arabar eru einhverjir helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum þrátt fyrir ítrekuð mannréttindabrot ríkisins gegn þegnum sínum. Obama lét það vera að svara spurningum fréttamanns CNN um það hvort hann hyggðist ræða við Sádí-Araba mál bloggarans Raif Badawi. Sá var í síðustu viku dæmdur til tíu ára fangelsisvistar og til að þola þúsund svipuhögg fyrir skrif sín á netinu um stjórnarfar í landinu.

„Stundum þurfum við að bíða með að ræða við þá um mannréttindamál svo við getum tekist á við brýn mál sem snúa að hryðjuverkum og öryggi á svæðinu“ sagði Obama. Hann segir þó ríkisstjórn sína „þrýsta stöðugt“ á Sádí-Araba að gera umbætur á sviðum mannréttindamála.

Salman bin Abdúl-Azíz al Sád tók síðastliðinn föstudag við konungstign í Sádi-Arabíu, en hann var hálfbróðir Abdúlla konungs. Fjölskylda þeirra hefur ráðið ríkjum í landinu frá árinu 1932 og hefur refsilöggjöf þeirra vakið mikla furðu og harða gagnrýni í Vesturlöndum.


Tengdar fréttir

Sama stefnan áfram

Salman, nærri áttræður hálfbróðir Abdúllah konungs í Sádi-Arabíu, tók við völdum í gær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×